Sigurborg Sigurðardóttir (Felli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurborg Sigurðardóttir húsfreyja á Felli fæddist 10. júní 1846 á Ljótarstöðum í Skaftártungu og lést 13. október 1933 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Bótólfsson bóndi á Ljótarstöðum, f. 1801 á Borgarfelli þar, d. 1. ágúst 1875 á Ljótarstöðum, og kona hans Hugborg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1807 í Svínadal í Skaftártungu, d. 9. október 1883 á Ljótarstöðum.

Sigurborg var með foreldrum sínum á Ljótarstöðum til 1865, var vinnukona í Hrífunesi í Skaftártungu 1865-1868.
Hún fór að Selalæk á Rangárvöllum 1868, var vinnukona á Velli í Hvolhreppi 1870, var hjá foreldrum sínum á Ljótarstöðum 1873, fór á því ári að Meiðastaðagerði í Garði, var á Selalæk á Rangárvöllum 1874, er hún eignaðist Magnús.
Hún giftist Einari Híerómýmussyni 1876, var húsfreyja á Ásólfsskála, eignaðist börn sín þar 1878-1884. Þau fluttust að Lambhúshólskoti og voru þar 1890 með börnin nema Kristján, sem var 12 ára léttadrengur á Ásólfsskála.
Sigurborg fluttist til Eyja 1898, var með Einari í Jómsborg 1901, þar 1907 með Einari, Sigurborgu dóttur sinni og barni hennar Einari Vídalín Einarssyni, á Felli 1910 með Sigurborgu og þar 1912 með Einari Vídalín Einarssyni.
Sigurborg bjó á Felli 1920 með Einari og Einari Vídalín á móti Magnúsi syni sínum og fjölskyldu hans.
Einar maður hennar lést 1922. Hún var hjá Magnúsi syni sínum á Felli 1930 og þar bjó hún síðast.
Hún lést 1933.

I. Barnsfaðir hennar var Magnús Símonarson í Meiðastaðagerði í Garði, f. 3. janúar 1845, d. 3. febrúar 1874.
Barn þeirra var
1. Magnús Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Felli, f. 5. júlí 1874 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 25. september 1940.

II. Maður Sigurborgar, (5. ágúst 1876), var Einar Híerónýmusson bóndi, síðar verkamaður á Felli, f. 11. október 1849, d. 6. apríl 1922.
Börn þeirra hér:
2. Kristján Einarsson sjómaður í Görðum, f. 10. mars 1878, d. 16. desember 1925.
3. Sigríður Einarsdóttir, f. 1880. Hún fluttist til Vesturheims frá Seyðisfirði 1904.
4. Sigurborg Einarsdóttir húsfreyja og verkakona í Fagurhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958. Hún var kona Guðjóns Þorleifssonar.
Fóstursonur Sigurborgar, barn Sigurborgar dóttur hennar var
5. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.