Einar Vídalín Einarsson
Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík fæddist 28. apríl 1907 í Garðhúsum og lést 4. október 1990.
Foreldrar hans voru Sigurborg Einarsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Fagurhól, f. 17. október 1884, d. 10. maí 1958, og Einar Jónsson fiskimatsmaður, útgerðarmaður í Garðhúsum og Einarshöfn, f. 2. júní 1867, d. 19. apríl 1950.
Hálfsystkini Einars Vídalín í Eyjum, sammædd, voru:
2. Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.
3. Alda Ísfold Guðjónsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
4. Þórleif Guðjónsdóttir, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
5. Anna Sigurborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.
Móðursystkini hans voru:
1. Magnús Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Felli, f. 5. júlí 1874 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 25. september 1940.
2. Kristján Einarsson sjómaður í Görðum, f. 10. mars 1878, d. 16. desember 1925.
Einar var fóstraður hjá Sigurborgu ömmu sinni og Einari manni hennar. Einar fóstri hans lést 1922. Einar Vídalín fluttist til Reykjavíkur, lærði til loftskeytamanns. Hann var lengi loftskeytamaður á togurum, á Skallagrími á stríðsárunum og sigldi á Bretland, og þá bjargaði áhöfnin eitt sinn 356 manns af skipi, sem hafði verið skotið í kaf.
Einar hóf störf hjá Radíóeftirliti Landsímans 1942 og vann þar til ársins 1945, en þá varð hann stöðvarstjóri á Stuttbylgjustöðinni á Vatnsenda, en, er stöðin var lögð niður að hluta um 1960, sneri hann aftur til Radíóeftirlitssins og starfaði þar síðan.
Þau Þóra giftust og eignuðust 4 börn. Þau bjuggu í Reykjavík, þá á Seltjarnarnesi, en síðast í Kópavogi.
Þóra lést 1967 og Einar Vídalín 1990.
I. Kona Einars Vídalíns, (17. júní 1929), var Þóra Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja, f. 19. júní 1906 á Eskifirði, d. 17. janúar 1967 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
1. Sigurborg Einarsdóttir, f. 4. janúar 1930, d. 13. ágúst 2015. Maður hennar var Guðni Þorbergur Theodórsson, f. 24. september 1925, d. 28. janúar 1986.
2. Guðni Agnar Einarsson, f. 21. október 1931. Kona hans var Guðrún Garðarsdóttir Hall, f. 16. mars 1935, d. 18. janúar 2014.
3. Eiríkur Einar Einarsson, f. 29. október 1935, d. 26. maí 1989. Kona hans var Þórey Sigurrós Eiríksdóttir, f. 18. janúar 1935.
4. María Einarsdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1941. Maður hennar er Valgarð Hólm Sigmarsson, f. 24. nóvember 1931.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. október 1990. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.