Leó Ingvarsson (Breiðabólstað)
Leó Ingvarsson á Breiðabólstað, sjómaður, verkamaður fæddist 22. september 1913 í Neðri-Dal undir V-Eyjafjöllum og lést 29. nóvember 2005 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Ingvar Ingvarsson frá Neðri-Dal undir V-Eyjafjöllum, bóndi, f. 21. apríl 1874, d. 12. janúar 1955, og kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir frá Hellishólum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 8. mars 1875, d. 8. febrúar 1950.
Móðir Ingvars í Neðri-Dal var Ingibjörg Samúelsdóttir húsfreyja, sem var fyrri kona Jóns Vigfúsar Vigfússonar, síðar í Túni. Þau skildu.
Dætur þeirra og hálfsystur Ingvars voru:
1. Ingibjörg Jónsdóttir vinnukona, f. 12. febrúar 1859 í Krókatúni, d. 24. júlí 1940.
2. Pálína Jónsdóttir, f. 23. mars 1860 í Krókatúni, d. 16. júlí 1882 úr mislingum.
3. Sigríður Jónsdóttir, f. 1861 í Krókatúni, d. 15. júlí 1882 úr mislingum.
Börn Ingvars og Guðbjargar í Eyjum voru:
1. Þorgríma Lilja Ingvarsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, saumakona, f. 28. júlí 1907, d. 10. janúar 1996.
2. Tryggvi Ingvarsson á Stóru-Heiði, f. 27. janúar 1910, d. 3. maí 1945, fórst við störf í Hraðfrystistöðinni.
3. Jóhanna Svava Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.
4. Leó Ingvarsson sjómaður, járnsmiður, f.
22. september 1913, d. 29. nóvember 2005.
5. Ingibjörg Fjóla Ingvarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. janúar 1918, d. 7. apríl 2010.
Leó var sjómaður, en starfaði einnig í járnsmiðju Þorsteins Steinssonar.
Þau Kristbjörg giftu sig 1941, bjuggu fyrst á Velli, eignuðust Elínu Guðbjörgu þar, bjuggu síðan á Breiðabólstað, eignuðust Fjólu þar.
Þau fluttust í Kópavog 1969 og Leó vann hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Kristbjörg lét 1999. Leó var að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 2005.
Kona Leós var Kristbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja frá Heiðarbrún, f. 8. apríl 1921, d. 24. nóvember 1999.
Börn þeirra:
1. Elín Guðbjörg Leósdóttir, f. 17. október 1942 á Velli. Maður hennar er Konráð Guðmundsson frá Landlyst, f. 30. desember 1938.
2. Fjóla Leósdóttir, f. 7. október 1949 á Breiðabólstað. Maður hennar er Guðjón Þorvaldsson, f. 23. september 1949.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 8. desember 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.