„Kristólína Bergsteinsdóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Systur Kristólínu voru<br> | Systur Kristólínu voru<br> | ||
3. [[Ingibjörg Bergsteinsdóttir (Dal)|Ingibjörg Bergsteinsdóttir]] húsfreyja í [[Dalur|Dal]], kona [[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnúsar Þórðarsonar]] útgerðarmanns og formanns og [[Jón Guðnason (Dal)|Jóns Guðnasonar]] útgerðarmanns í Dal, síðar söðlasmiður á Selfossi, og<br> | 3. [[Ingibjörg Bergsteinsdóttir (Dal)|Ingibjörg Bergsteinsdóttir]] húsfreyja í [[Dalur|Dal]], kona [[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnúsar Þórðarsonar]] útgerðarmanns og formanns og [[Jón Guðnason (Dal)|Jóns Guðnasonar]] útgerðarmanns í Dal, síðar söðlasmiður á Selfossi, og<br> | ||
3. [[Guðrún Bergsteinsdóttir (Dal)|Guðrún Bergsteinsdóttir]] húsfreyja á [[Steinsstaðir|Steinsstöðum]], | 3. [[Guðrún Bergsteinsdóttir (Dal)|Guðrún Bergsteinsdóttir]] húsfreyja á [[Steinsstaðir|Steinsstöðum]], kona [[Árni Sigurðsson (Dal)|Árna Sigurðssonar]].<br> | ||
Kristólína var með foreldrum sínum á Tjörnum í bernsku, með þeim á Fitjarmýri 1890.<br> | Kristólína var með foreldrum sínum á Tjörnum í bernsku, með þeim á Fitjarmýri 1890.<br> |
Útgáfa síðunnar 4. júní 2015 kl. 17:58
Kristólína Bergsteinsdóttir húsfreyja í Dalbæ, á Steinsstöðum og Hjalla fæddist 7. júní 1868 á Tjörnum u. V-Eyjafjöllum og lést 8. september 1941.
Faðir hennar var Bergsteinn bóndi á Tjörnum og Fitjarmýri þar, f. 24. júlí 1841, d. 30. nóvember 1904, Einarsson bónda og hreppstjóra á Seljalandi þar, f. 12. janúar 1808, d. 27. febrúar 1883, Ísleifssonar bónda og meðhjálpara á Seljalandi, f. 5. febrúar 1760 í Dalseli þar, d. 25. janúar 1835, Gissurarsonar, og konu Ísleifs, Ingibjargar, f. 27. apríl 1772 í Hvammi þar, d. 1. janúar 1829.
Móðir Bergsteins og kona Einars á Seljalandi var Sigríður húsfreyja, f. 20. ágúst 1815, d. 16. ágúst 1860, Auðunsdóttir prests á Mosfelli í Mosfellssveit, í Landeyjaþingum og á Stóru-Völlum á Landi, f. 13. júlí 1770, d. 8. ágúst 1817, Jónssonar, og konu sr. Auðuns, Sigríðar húsfreyju, f. 1777, d. 13. janúar 1834, Magnúsdóttur.
Móðir Kristólínu Bergsteinsdóttur og kona Bergsteins var Anna húsfreyja á Tjörnum, f. 16. nóvember 1840, d. 17. febrúar 1914, Þorleifsdóttir bónda á Tjörnum, skírður 27. október 1799, d. 3. desember 1879, Jónssonar bónda í Miðskála þar, f. 1754, d. 29. apríl 1804, Gottsveinssonar, og konu Jóns í Miðskála, Signýjar húsfreyju, f. 1762, d. 16. apríl 1835, Þorleifsdóttur.
Móðir Önnu og kona Þorleifs var Guðrún húsfreyja á Tjörnum, f. 2. nóvember 1811, d. 1. ágúst 1885, Þorleifsdóttir bónda á Hólmum í A-Landeyjum, f. 2. ágúst 1789 á Hólmum, d. 4. júní 1833, drukknaði á leið til Eyja, Árnasonar, og konu Þorleifs á Hólmum, Kristínar húsfreyju og bónda á Hólmum, f. 1781 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, d. 2. apríl 1852, Hreinsdóttur.
Bergsteinn á Tjörnum var bróðir
1 Jóns Einarssonar á Hrauni, föður Þorsteins í Laufási og Sigrúnar Jónsdóttur á Melstað.
2. Anna móðir Kristólínu var móðursystir Katrínar Þorleifsdóttur húsfreyju í Draumbæ, konu Ingimundar Sigurðssonar bónda.
Systur Kristólínu voru
3. Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja í Dal, kona Magnúsar Þórðarsonar útgerðarmanns og formanns og Jóns Guðnasonar útgerðarmanns í Dal, síðar söðlasmiður á Selfossi, og
3. Guðrún Bergsteinsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, kona Árna Sigurðssonar.
Kristólína var með foreldrum sínum á Tjörnum í bernsku, með þeim á Fitjarmýri 1890.
Þau Sveinn giftust 1895 og fluttust til Eyja frá Fitjarmýri 1896.
Bjuggu þau í Dalbæ, sem þau höfðu keypt.
Þau fengu Steinsstaði til ábúðar 1901, en húsin voru léleg og túnin í órækt eftir að vera í eyðibyggð. Reistu þau Sveinn nýtt hús og hlöðu, sléttuðu og ræktuðu tún.
Fyrstu tvö börn þeirra dóu í frumbernsku, en 4 náðu fullorðinsaldri.
Kristólína lést 1941.
Maður Kristólínu, (1895), var Sveinn P. Scheving hreppstjóri, lögregluþjónn, f. 8. mars 1862, d. 3. ágúst 1843.
Börn þeirra voru:
1. Anna Sigríður Scheving, f. 16. nóvember 1895 á Fitjarmýri, d. 3. febrúar 1897.
2. Bergsteinn Scheving, f. 6. mars 1897, d. 22. mars 1897.
3. Guðjón, f. 1898.
4. Anna Sigríður, f. 1901.
5. Páll, f. 1904.
6. Sigurður, f. 1910.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hver er maðurinn — Íslendingaævir. Brynleifur Tobíasson. Fagurskinna 1944.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.