Jón Guðnason (Dal)
Jón Guðnason járnsmiður, útgerðarmaður í Dal, síðar söðlasmiður á Selfossi, fæddist 13. júní 1889 á Hlemmiskeiði á Skeiðum og lést 8. febrúar 1972.
Foreldrar hans voru Guðni Jónsson bóndi á Hlemmiskeiði á Skeiðum, f. 11. september 1853, d. 14. janúar 1922, og kona hans Ingunn Ófeigsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1857, d. 25. júní 1928.
Jón og Ingibjörg bjuggu í Dal 1917 og 1923, en Jón var farinn þaðan 1924. Jón var Völundarsmiður á flest efni, járn, gull og fleira, en lagði aðallega fyrir sig söðlasmíði á Selfossi.
Kona Jóns, (5. maí 1917, skildu), var Ingibjörg Bergsteinsdóttir, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968, þá ekkja í Dal eftir Magnús Þórðason.
Börn þeirra Ingibjargar:
1. Ragnheiður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 30. október 1917, d. 22. mars 2004, kona Vigfúsar Ólafssonar skólastjóra.
2. Bergþóra Guðleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1921, d. 25. júní 2005. Maður hennar var Björn Svanbergsson framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Stjúpbörn Jóns, börn Ingibjargar frá fyrra hjónabandi hennar:
3. Bergþóra Magnúsdóttir, f. 4. apríl 1905, d. 19. október 1925.
4. Kristján Magnússon málarameistari, f. 24. febrúar 1909, d. 16. nóvember 1979, kvæntur Júlíönu Kristmannsdóttur Þorkelssonar húsfreyju.
5. Steinunn Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1912, d. 24. júní 1960, gift Böðvari Jónssyni Sverrissonar frá Háagarði.
6. Magnea Lovísa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991, gift Oddi Sigurðssyni skipstjóra.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.