„Anna Benediktsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
5. [[Jóhann Lárus Stefánsson Austmann]] í [[Jóhannshús]]i, f. 26. ágúst 1871, d. 28. janúar 1919.<br>
5. [[Jóhann Lárus Stefánsson Austmann]] í [[Jóhannshús]]i, f. 26. ágúst 1871, d. 28. janúar 1919.<br>


'''Maki II''' (5. okt. 1877): [[Sigurður Magnússon (Vilborgarstöðum)|Sigurður Magnússon]] bóndi frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], f. 22. marz 1851, d. 2. júní 1879 úr brjóstveiki.<br>
'''Maki II''' (5. okt. 1877): [[Sigurður Magnússon (Vanangri)|Sigurður Magnússon]] bóndi frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], f. 22. marz 1851, d. 2. júní 1879 úr brjóstveiki.<br>
Þau Anna voru barnlaus.<br>
Þau Anna voru barnlaus.<br>



Útgáfa síðunnar 26. ágúst 2014 kl. 12:26

Anna Valgerður Benediktsdóttir ljósmóðir, fæddist 24. janúar 1831 og lézt 11. september 1909.
Foreldrar hennar voru Benedikt prestur að Mosfelli í Mosfellssveit, f. 23. nóvember 1782, d. 17. marz 1843, Magnúsar klausturhaldara að Þykkvabæjarklaustri Andréssonar og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju frá Reynishjáleigu í Mýrdal, f. 1752, d. 26. nóvember 1826, Ólafsdóttur, Gíslasonar og konu Ólafs, Þórdísar Teitsdóttur. Móðir Önnu og síðari kona Benedikts prests var Þorbjörg húsfreyja, f. 27. júní 1795, d. 7. apríl 1852, Einars bónda á Neðstalandi í Eyjafirði, Þorlákssonar.

Anna fór til vistar hjá föðursystur sinni Þórdísi Magnúsdóttur prestkonu að Ofanleiti og manni hennar Jóni Austmann presti 1847. Hún vann að hjúkrun við Fæðingarstofnunina í Eyjum (“Stiftelsið”), sem starfrækt var til að útrýma ginklofanum. Philip Theodor Davidsen, sem var skipaður héraðslæknir í Eyjum 30. júlí 1852, vann að því að fá tvær ljósmæður til starfa í Eyjum og hvatti Önnu til ljósmóðurnáms. Hann lézt í Eyjum 1860.

Anna lærði ljósmóðurfræði í Kaupmannahöfn og lauk prófi þar 30. apríl 1861.

Hún hóf störf í Eyjum 1863 við hlið Solveigar Pálsdóttur til ársins 1867, er Solveig flutti til Reykjavíkur, en síðan var hún ein til ársins 1886, þegar Þóranna Ingimundardóttir tók til starfa. Hún var þó starfandi þar fram um 1903. Anna var vel liðin ljósmóðir í Vestmannaeyjum. Á sumardaginn fyrsta 1907 var hún heiðruð af konum í Eyjum og henni flutt frumsamið kvæði.

Maki I (1. nóv. 1852): Stefán Jónsson Austmann, f. 1829. Hann var fósturbróðir Önnu, sonur Jóns Austmanns og konu hans Þórdísar systur Benedikts föður Önnu. Þau Stefán voru því systkinabörn.

Í upphafi bjuggu þau Stefán að Ofanleiti, en fengu byggingu fyrir Draumbæ 1853. Þar var heimili þeirra til ársins 1868, þegar Anna var orðin eina skipaða ljósmóðirin í Eyjum. Settust þau þá að í tómthúsinu Pétursborg, sem stóð á Heimatorgssvæðinu norður af Vegamótum og vestur af Jómsborg. Skömmu seinna fluttust þau að Vanangri, sem stóð austan Jómsborgar milli Sæbergs og Urðavegar. Byggingu fyrir Vanangri fengu hjónin 1869 svo og fyrir hálfum Háagarði og hálfri Vilborgarstaðajörð í skiptum fyrir Draumbæ. Stefán drukknaði, þegar Gaukur fórst sunnan við Klettsnef 13. marz 1874.
Anna bjó áfram í Vanangri.

Þjóðsaga úr Eyjum fjallar um Önnu, er hún bjó í Draumbæ og fjallar um huldukonu, sem krafði hana um nafn á dóttur þeirra Stefáns.

Börn þeirra Stefáns:
1. Jóhann Stefánsson, f. 12. mars 1854, hrapaði úr Hamrinum 23. júní 1865.
2. Þorbjörg Jena Benedikta Stefánsdóttir, f. 10. desember 1856, dó 17. desember 1856 úr ginklofa.
3. Þorbjörg Jena Benedikta Stefánsdóttir, f. 21. nóvember 1857, dó sama dag.
4. Þorbjörg Jena Benedikta Stefánsdóttir, f. 4. september 1863, dó 12. september 1873 úr andarteppu.
5. Jóhann Lárus Stefánsson Austmann í Jóhannshúsi, f. 26. ágúst 1871, d. 28. janúar 1919.

Maki II (5. okt. 1877): Sigurður Magnússon bóndi frá Vilborgarstöðum, f. 22. marz 1851, d. 2. júní 1879 úr brjóstveiki.
Þau Anna voru barnlaus.

Maki III (18. okt. 1883): Pétur Pétursson útvegsbóndi og járnsmiður, f. 25. júlí 1857 í Mýrdal, d. 1. apríl 1908.

Þau breyttu nafni Vanangurs í Péturshús. Þau Anna fengu byggingu fyrir hálfri jörðinni Eystri-Hlaðbær 1895 og fyrir hálfum Háagarði 1897. Einnig ræktuðu þau túnið fyrir sunnan Fagurlyst við Urðaveg. Pétur fórst með vélbátnum Ástríði VE-107 1908.
Fósturbarn: Þorbjörg.


Heimildir