Pétur Pétursson (Vanangri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Pétur Pétursson bóndi í Vanangri fæddist 25. júlí 1857 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal og lést 1. apríl 1908.
Foreldrar hans voru Pétur Erlendsson bóndi á Vatnsskarðshólum, f. 11. júlí 1817, d. 3. júní 1866, og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1823, d. 27. júní 1910.

Pétur var með foreldrum sínum, líklega til 1868, var niðursetningur í Neðri-Dal í Mýrdal 1869-1871, í Sólheimahjáleigu þar 1871-1873, vinnudrengur í Holti þar 1873-1874, í Stóra-Dal þar 1874-1876.
Hann fluttist vinnumaður að Vanangri 1876. Þar var hann vinnumaður uns hann giftist Önnu Benediktsdóttur húsfreyju og ekkju þar 1883.
Þau fengu byggingu fyrir Eystri Hlaðbæ 1895 og hálfum Háagarði 1897. Einnig ræktuðu þau túnið fyrir sunnan Fagurlyst, þar sem leikvöllur var síðar.
Nafni Vanangurs breyttu þau í Péturshús.
Pétur fórst með Ástríði VE-107 1. apríl 1908.

Kona Péturs, (18. október 1883), var Anna Benediktsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 24. janúar 1831, d. 11. september 1909.
Pétur var þriðji maður hennar.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.