„Faxasker“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
{{Eyjur}} | {{Eyjur}} | ||
[[Mynd:Faxask3.JPG|thumb|left|300px|Faxasker]] | [[Mynd:Faxask3.JPG|thumb|left|300px|Faxasker]] | ||
'''Faxasker''' er um 10 m hátt sker norðan við [[Ystiklettur|Ystaklett]]. Skerið að mestu gróðurlaust því algengt er að brimi yfir það í vondu veðri. | '''Faxasker''' er um 10 m hátt sker norðan við [[Ystiklettur|Ystaklett]]. Skerið er að mestu gróðurlaust því algengt er að brimi yfir það í vondu veðri. | ||
Oft er það mikill öldugangur á milli Faxaskers og [[Ystiklettur|Ystakletts]], jafnvel þegar að | Oft er það mikill öldugangur á milli Faxaskers og [[Ystiklettur|Ystakletts]], jafnvel þegar að lygnt er, að róðrarmenn höfðu það að sínum sið að stoppa til hvíldar við [[Latur (sker)|Lat]] áður en róið var inn í innsiglinguna á [[Heimaey]]. | ||
Neyðarskýli er á skerinu og viti, sem | Neyðarskýli er á skerinu og viti, sem hvoru tveggja var komið upp í kjölfar mikils sjóslyss sem átti sér stað að morgni 8. janúar 1950, þegar vélbáturinn Helgi strandaði á Faxaskeri með tíu manns um borð, og létust allir í slysinu. Slyssins varð vart frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], en björgunaraðgerðir reyndust árangurslausar. | ||
Árið 1950 var byggt steinsteypt skipbrotsmannaskýli á Faxaskeri. 6 árum síðar var | Árið 1950 var byggt steinsteypt skipbrotsmannaskýli á Faxaskeri. 6 árum síðar var | ||
Lína 22: | Lína 22: | ||
Skömmu síðar sást til tveggja manna sem komust upp á skerið. Sjöfn hélt til hafnar til að sækja björgunartæki en Herðubreið lónaði nálægt skerinu. | Skömmu síðar sást til tveggja manna sem komust upp á skerið. Sjöfn hélt til hafnar til að sækja björgunartæki en Herðubreið lónaði nálægt skerinu. | ||
Sjöfn kom til baka eftir örskamma viðdvöl í landi og var ákveðið að senda út línu út í skerið. Skipverjar sáu greinilega til mannanna tveggja sem voru uppi á skerinu við ömurlegar aðstæður. Annar mannanna rölti | Sjöfn kom til baka eftir örskamma viðdvöl í landi og var ákveðið að senda út línu út í skerið. Skipverjar sáu greinilega til mannanna tveggja sem voru uppi á skerinu við ömurlegar aðstæður. Annar mannanna rölti lítils háttar um en hinn sat jafnan kyrr. Þeir nálguðust ekki línuna þrátt fyrir að talið sé að annar þeirra hafi orðið var við hana. Þegar myrkrið skall á var kveikt á ljóskösturum á mb. Sjöfn til þess að lýsa á skerið. Ekki löngu síðar ákváðu skipverjar að þýðingarlaust væri að gera fleiri björgunartilraunir vegna veltings og ákveðið var að halda til hafnar. Þá fór mb Gotta út til þess að reyna að lýsa skerið til þess að reyna að uppörva mennina til að gefa til kynna að fylgst væri með þeim og allt væri gert til þess að bjarga þeim. En nokkru síðar missti Gotta fjarskiptasamband við land. Um tíma var óttast að hún hefði lent í hrakningum en svo kom í ljós að loftnetið hafði fokið af í veðurofsanum. | ||
=== Fregnin berst fljótt út === | === Fregnin berst fljótt út === | ||
[[Mynd:Hradfrystistodin og helgi forsida smaerri.JPG|thumb|300px|left|Forsíða Morgunblaðsins að morgni 8. janúar 1950]]Fréttin um slysið breiddist fljótt út um Heimaey. Mönnum var ekki svefnsamt um nóttina og | [[Mynd:Hradfrystistodin og helgi forsida smaerri.JPG|thumb|300px|left|Forsíða Morgunblaðsins að morgni 8. janúar 1950]]Fréttin um slysið breiddist fljótt út um Heimaey. Mönnum var ekki svefnsamt um nóttina og beindist hugurinn til mannanna tveggja sem voru úti á skerinu. | ||
Veðurhæðin hélst uppi allan sunnudaginn og um kvöldið þegar eitthvað slotaði hélt Sjöfn út að Faxaskeri og á aðfaranótt mánudags fór að lægja meira og skipverjar á Sjöfn töldu að brátt yrði fært í skerið róandi. Þá safnaði Binni í Gröf, hinn þekkti skipstjórnandi, saman úrvalsliði sem mætti í skýlið á Eiði þar sem björgunarbátur var geymdur. Mennirnir sem voru þrettán héldu út og | Veðurhæðin hélst uppi allan sunnudaginn og um kvöldið þegar eitthvað slotaði hélt Sjöfn út að Faxaskeri og á aðfaranótt mánudags fór að lægja meira og skipverjar á Sjöfn töldu að brátt yrði fært í skerið róandi. Þá safnaði Binni í Gröf, hinn þekkti skipstjórnandi, saman úrvalsliði sem mætti í skýlið á Eiði þar sem björgunarbátur var geymdur. Mennirnir, sem voru þrettán, héldu út og reru í átt að mb. Sjöfn sem tók áhöfnina um borð uns beðið var eftir birtu. | ||
Svo var ákveðið að taka land í vík á norðvestur hluta skersins og þegar þangað kom var kastað nokkrum lýsisflöskum til þess að lægja öldurnar. Einn skipverja, Sigurður Ingi Jóelsson, stökk í land og báturinn var bundinn við skerið. Skammt frá þeim stað fundust lík skipverjanna tveggja af mb. Helga VE sem höfðu komist upp á skerið. Nokkrir áverkar voru á líkunum og ekki var ósennilegt að mennirnir hefðu andast úr vosbúð að kvöldi laugardagsins. Lík mannanna voru tekin um borð í árabátinn og haldið til lands. Daginn eftir gerði aftur slæmt veður | Svo var ákveðið að taka land í vík á norðvestur hluta skersins og þegar þangað kom var kastað nokkrum lýsisflöskum til þess að lægja öldurnar. Einn skipverja, Sigurður Ingi Jóelsson, stökk í land og báturinn var bundinn við skerið. Skammt frá þeim stað fundust lík skipverjanna tveggja af mb. Helga VE sem höfðu komist upp á skerið. Nokkrir áverkar voru á líkunum og ekki var ósennilegt að mennirnir hefðu andast úr vosbúð að kvöldi laugardagsins. Lík mannanna voru tekin um borð í árabátinn og haldið til lands. Daginn eftir gerði aftur slæmt veður þannig að ekki hefði verið unnt að fara í skerið nema þennan dag. | ||
=== Skipsbrotmannaskýli reist === | === Skipsbrotmannaskýli reist === |
Útgáfa síðunnar 3. nóvember 2005 kl. 15:15
Faxasker er um 10 m hátt sker norðan við Ystaklett. Skerið er að mestu gróðurlaust því algengt er að brimi yfir það í vondu veðri.
Oft er það mikill öldugangur á milli Faxaskers og Ystakletts, jafnvel þegar að lygnt er, að róðrarmenn höfðu það að sínum sið að stoppa til hvíldar við Lat áður en róið var inn í innsiglinguna á Heimaey.
Neyðarskýli er á skerinu og viti, sem hvoru tveggja var komið upp í kjölfar mikils sjóslyss sem átti sér stað að morgni 8. janúar 1950, þegar vélbáturinn Helgi strandaði á Faxaskeri með tíu manns um borð, og létust allir í slysinu. Slyssins varð vart frá Kirkjubæ, en björgunaraðgerðir reyndust árangurslausar.
Árið 1950 var byggt steinsteypt skipbrotsmannaskýli á Faxaskeri. 6 árum síðar var sett gasljósker á 3 metra hátt skýlið. Ljóskerið var rafvætt með rafmagni frá geymum árið 1993 og 2 metra mastur undir ljóskerinu var endurnýjað árið 1997.
Frásögnin af sjóslysinu þegar Helgi Ve fórst við Faxasker
Vélbáturinn Helgi VE-333 lagði af stað frá Reykjavík að kvöldi laugardagsins 6. janúar árið 1950 áleiðis til Vestmannaeyja. Þann dag hafði vindhraði á Stórhöfða mælst 10 vindstig og veðurhæð hélt áfram að aukast. Ekki er greint frá hvernig ferðin gekk uns til Helga sást úti fyrir Eiðinu. Þar barðist báturinn áfram og fór inn Faxasund, milli Ystakletts og Faxaskers. Mikill og krappur sjór var í sundinu og fólk, á bæjum austan til á Heimaey fylgdist með bátnum þegar hann sigldi austur úr sundinu. Ferðin virtist ganga vel þar til báturinn fékk skyndilega á sig brotsjó sem færði bátinn í kaf, aðeins möstrin og stýrishúsið stóðu upp úr.
Báturinn vélarvana
Báturinn var á kafi í nokkra stund og varð vélarvana. Svo rak bátinn í átt að Faxaskeri en þá tókst skipverjum að koma vélinni í gang aftur en svo varð báturinn aftur vélarvana og hann rak að skerinu Skelli sem er við Faxasker. Þar hélst báturinn á floti í nokkrar mínútur en svo brotnaði hann í spón og hvarf í hafrótið.
Skipverjar á nálægum skipum, strandferðaskipinu Herðubreið og vélbátnum Sjöfn, komu að en gátu ekkert gert vegna hafrótsins.
Skömmu síðar sást til tveggja manna sem komust upp á skerið. Sjöfn hélt til hafnar til að sækja björgunartæki en Herðubreið lónaði nálægt skerinu.
Sjöfn kom til baka eftir örskamma viðdvöl í landi og var ákveðið að senda út línu út í skerið. Skipverjar sáu greinilega til mannanna tveggja sem voru uppi á skerinu við ömurlegar aðstæður. Annar mannanna rölti lítils háttar um en hinn sat jafnan kyrr. Þeir nálguðust ekki línuna þrátt fyrir að talið sé að annar þeirra hafi orðið var við hana. Þegar myrkrið skall á var kveikt á ljóskösturum á mb. Sjöfn til þess að lýsa á skerið. Ekki löngu síðar ákváðu skipverjar að þýðingarlaust væri að gera fleiri björgunartilraunir vegna veltings og ákveðið var að halda til hafnar. Þá fór mb Gotta út til þess að reyna að lýsa skerið til þess að reyna að uppörva mennina til að gefa til kynna að fylgst væri með þeim og allt væri gert til þess að bjarga þeim. En nokkru síðar missti Gotta fjarskiptasamband við land. Um tíma var óttast að hún hefði lent í hrakningum en svo kom í ljós að loftnetið hafði fokið af í veðurofsanum.
Fregnin berst fljótt út
Fréttin um slysið breiddist fljótt út um Heimaey. Mönnum var ekki svefnsamt um nóttina og beindist hugurinn til mannanna tveggja sem voru úti á skerinu.
Veðurhæðin hélst uppi allan sunnudaginn og um kvöldið þegar eitthvað slotaði hélt Sjöfn út að Faxaskeri og á aðfaranótt mánudags fór að lægja meira og skipverjar á Sjöfn töldu að brátt yrði fært í skerið róandi. Þá safnaði Binni í Gröf, hinn þekkti skipstjórnandi, saman úrvalsliði sem mætti í skýlið á Eiði þar sem björgunarbátur var geymdur. Mennirnir, sem voru þrettán, héldu út og reru í átt að mb. Sjöfn sem tók áhöfnina um borð uns beðið var eftir birtu.
Svo var ákveðið að taka land í vík á norðvestur hluta skersins og þegar þangað kom var kastað nokkrum lýsisflöskum til þess að lægja öldurnar. Einn skipverja, Sigurður Ingi Jóelsson, stökk í land og báturinn var bundinn við skerið. Skammt frá þeim stað fundust lík skipverjanna tveggja af mb. Helga VE sem höfðu komist upp á skerið. Nokkrir áverkar voru á líkunum og ekki var ósennilegt að mennirnir hefðu andast úr vosbúð að kvöldi laugardagsins. Lík mannanna voru tekin um borð í árabátinn og haldið til lands. Daginn eftir gerði aftur slæmt veður þannig að ekki hefði verið unnt að fara í skerið nema þennan dag.
Skipsbrotmannaskýli reist
Eftir þetta slys var reist skipsbrotsmannaskýli í skerinu, og hefur Kvenfélagið Líkn séð skýlinu fyrir vistum síðan.
Heimildir:
- Aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar 2002-2018.
- Morgunblaðið, 6. tbl, 37. árgangur, 8. janúar 1950. Síða 1 og síða 12
- Morgunblaðið, 8. tbl, 37. árgangur, 10. janúar 1950. Síða 2