„Helgi Guðlaugsson (Heiði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
3. [[Guðlaugur Þórarinn Helgason (Heiði)|Guðlaugur Helgason]], f. 13. nóvember 1928, d. 23. september 1982.<br>
3. [[Guðlaugur Þórarinn Helgason (Heiði)|Guðlaugur Helgason]], f. 13. nóvember 1928, d. 23. september 1982.<br>
{{ Heimildir|
{{ Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
*Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
*Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
*Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.

Útgáfa síðunnar 11. mars 2013 kl. 20:57

Helgi

Helgi Guðlaugsson fæddist 3. september 1901 og lést 9. júní 1985. Helgi var bílstjóri í Vinnslustöðinni.

Eiginkona hans var Guðrún Bjarnadóttir. Synir þeirra voru Guðlaugur og Bjarni. Þau bjuggu í húsinu við Heimagötu 30.

Frekari umfjöllun

Helgi Guðlaugsson bifreiðarstjóri á Heiði, fæddist 3. september 1901 á Eyrarbakka og lést 9. júní 1985.
Faðir Helga var Guðlaugur sjómaður í Mundakoti á Eyrarbakka 1910, f. 18. apríl 1876, d. 1. febrúar 1969, Guðmundsson bónda í Tjarnarkoti og á Langekru á Rangárvöllum, f. 10. september 1835 í Háarima, d. 16. desember 1909 á Bala í Þykkvabæ, Jónssonar bónda í Háarima, f. 1798, d. 1872, Guðnasonar vinnumanns á Víkingslæk Daðasonar.
Móðir Guðmundar bónda í Tjarnarkoti og Langekru og kona Jóns bónda í Háarima var Elín húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ, f. 1769, d. 1839, Oddssonar og konu Jóns Oddssonar Sigríðar húsfreyju Magnúsdóttur, f. 1772, d. 1841.
Móðir Guðlaugs í Mundakoti og kona Guðmundar í Tjarnarkoti var Guðbjörg húsfreyja, f. 23. febrúar 1842, d. 26. október 1930, Árnadóttir bónda á Norðurbakka í Háfssókn, f. 1800, d. 12. mars 1872, Jónssonar og konu Árna, Ólafar húsfreyju, f. 1796, d. 1862, Einarsdóttur.

Móðir Helga á Heiði og kona Guðlaugs sjómanns í Mundakoti var Þuríður húsfreyja í Mundakoti 1910, f. 30. nóvember 1874 í Eyrarbakkasókn, d. 24. mars 1963, Magnúsdóttir bónda í Nýjabæ í Stokkseyrarsókn 1890, f. 8. júlí 1848, d. 24. júní 1923, Magnússonar bónda í Stóra Rimakoti 1850, f. 1817, d. 1905, Andréssonar og konu Magnúsar í Stóra Rimakoti, Jórunnar húsfreyju, f. 1815, Pétursdóttur bónda í Einkofa í Eyrarbakkasókn, f. 1768, Ólafssonar og konu Péturs, Agnesar húsfreyju, f. 1776, Runólfsdóttur.
Kona Magnúsar Magnússonar bónda í Nýjabæ og móðir Þuríðar húsfreyju í Mundakoti var Ingigerður húsfreyja í Nýjabæ, f. 3. september 1853, d. 18. apríl 1938, Jónsdóttir bónda í Mundakoti, f. 1816, d. 1895, Magnússonar Arasonar og konu Jóns í Mundakoti, Þuríðar húsfreyju, f. 1812 í Stokkseyrarhreppi, Árnadóttur.

Bróðir Helga var Guðjón Guðlaugsson bóndi í Gvendarhúsi.

Kona Helga var Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, fædd 31. júlí 1904, dáin 2. apríl 1971.
Faðir hennar var Bjarni bóndi í Túni, f. 23. nóvember 1869, d. 24. desember 1914.
Móðir Guðrúnar og kona Bjarna í Túni var Sigurlín húsfreyja í Túni, f. 20. júlí 1882, d. 8. september 1935, Jónsdóttir bónda í Túni Vigfússonar og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur.
Synir þeirra Guðrúnar voru:
1. Guðmundur Helgason, f. 15. desember 1924, d. 18. nóvember 1947.
2. Bjarni Helgason, f. 26. júlí 1927.
3. Guðlaugur Helgason, f. 13. nóvember 1928, d. 23. september 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Myndir


Heimildir

  • gardur.is