Guðjón Guðlaugsson (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Guðlaugsson.

Guðjón Guðlaugsson vélstjóri, smiður og bóndi í Gvendarhúsi fæddist 3. september 1901 í Mundakoti á Eyrarbakka og lést 18. janúar 1958.
Faðir Guðjóns var Guðlaugur sjómaður í Mundakoti á Eyrarbakka 1910, f. 18. apríl 1876, d. 10. febrúar 1969, Guðmundsson bónda í Tjarnarkoti og á Langekru á Rangárvöllum, f. 10. september 1835 í Háarima, d. 16. desember 1909 á Bala í Þykkvabæ, Jónssonar bónda í Háarima, f. 1798, d. 1872, Guðnasonar vinnumanns á Víkingslæk Daðasonar.
Móðir Guðmundar bónda í Tjarnarkoti og Langekru og kona Jóns bónda í Háarima var Elín húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ, f. 1769, d. 1839, Oddssonar og konu Jóns Oddssonar Sigríðar húsfreyju Magnúsdóttur, f. 1772, d. 1841.
Móðir Guðlaugs í Mundakoti og kona Guðmundar í Tjarnarkoti var Guðbjörg húsfreyja, f. 23. febrúar 1842, d. 26. október 1930, Árnadóttir bónda á Norðurbakka í Háfssókn, f. 1800, d. 12. mars 1872, Jónssonar og konu Árna, Ólafar húsfreyju, f. 1796, d. 1862, Einarsdóttur.

Móðir Guðjóns í Gvendarhúsi og kona Guðlaugs sjómanns í Mundakoti var Þuríður húsfreyja í Mundakoti 1910, f. 30. nóvember 1874 í Eyrarbakkasókn, d. 24. mars 1963, Magnúsdóttir bónda í Nýjabæ í Stokkseyrarsókn 1890, f. 8. júlí 1848, d. 24. júní 1923, Magnússonar bónda í Stóra Rimakoti 1850, f. 1817, d. 1905, Andréssonar og konu Magnúsar í Stóra Rimakoti, Jórunnar húsfreyju, f. 1815, Pétursdóttur bónda í Einkofa í Eyrarbakkasókn, f. 1768, Ólafssonar og konu Péturs, Agnesar húsfreyju, f. 1776, Runólfsdóttur.
Kona Magnúsar Magnússonar bónda í Nýjabæ og móðir Þuríðar húsfreyju í Mundakoti var Ingigerður húsfreyja í Nýjabæ, f. 3. september 1853, d. 18. apríl 1938, Jónsdóttir bónda í Mundakoti, f. 1816, d. 1895, Magnússonar Arasonar og konu Jóns í Mundakoti, Þuríðar húsfreyju, f. 1812 í Stokkseyrarhreppi, Árnadóttur.

Systkini í Eyjum voru:
1. Helgi Guðlaugsson bifreiðastjóri á Heiði, f. 3. september 1901, d. 9. júní 1985.
2. Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja í Háagarði, f. 14. ágúst 1903, d. 20. desember 1985.
3. Magnús Guðlaugsson sjómaður, f. 3. febrúar 1909, d. 10. apríl 1967.
4. Ingigerður Guðbjörg Guðlaugsdóttir vinnukona á Arnardrangi, f. 15. desember 1907, d. 4. desember 1988.

Guðjón var í dvöl í Landeyjum 1910, var með fjölskyldu sinni í Mundakoti 1920.
Hann tók hið minna vélstjórapróf á Eyrarbakka 1926, vann í Eyjum frá 1926, en fluttist til Eyja 1927. Þar vann hann sem vélstjóri og formaður frá 1926-1940, síðar við bátasmíðar í slippnum hjá Ársæli Sveinssyni og bóndi í Gvendarhúsi.
Þau Elsa Dóróthea giftu sig 1927. Hún var þá vinnukona á Lundi.
Elsa drukknaði við Landeyjasand 26. júlí 1928.
Þau Margrét giftust 1930 og bjuggu í Dalbæ, Vestmannabraut 9 á því ári og Guðjón var nýkvæntur sjómaður með Margréti í Dalbæ á því ári.
Þau bjuggu í Háagarði við fæðingu Selmu 1933, keyptu íbúð í Sigtúni og bjuggu þar 1934 og uns þau komust að Gvendarhúsi 1939. Þar bjuggu þau meðan báðum entist líf og Margrét meðan sætt var, en flugvöllurinn gekk á býlið.

Guðjón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (29. september 1927 í Eyjum), var Elsa Dóróthea Skúladóttir húsfreyja, f. 27. júní 1904, drukknaði við Landeyjasand 26. júlí 1928.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Guðjóns, (10. október 1930), var Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002.
Börn þeirra:
1. Theódór Guðjónsson kennari við Hlíðardalsskóla í Ölfusi, síðan skólastjóri barna- og unglingaskólans á Stokkseyri, f. 5. apríl 1931 í Dalbæ.
2. Þuríður Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur Sjúkrahússins í Eyjum, f. 6. júlí 1933 í Háagarði.
3. Guðrún Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja og skrifstofumaður, f. 21. júní 1946 í Gvendarhúsi.
4. Hallfríður Erla Guðjónsdóttir skólastjóri á Álftanesi, f. 24. maí 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.