Bjarni Björnsson (Túni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bjarni í Túni og kona hans Sigurlín Jónsdóttir.

Kynning.
Bjarni Björnsson bóndi og sjómaður í Túni fæddist 23. nóvember 1869 og lést 24. desember 1914.
Faðir hans var Björn bóndi að Loftsölum í Mýrdal, f. 12. október 1832, d. 26. júní 1900, Björnsson bónda á Rofunum þar, f. 1798 í Kerlingardal þar, Árnasonar bónda í Rofunum, f. 1766, d. 26. júní 1840, Ásbjörnssonar bónda í Kerlingardal Jónssonar.
Móðir Björns bónda á Rofunum og seinni kona Árna Ásbjörnssonar var Arnbjörg húsfreyja, f. 1766, d. 11. ágúst 1843 í Reynisholti, Björnsdóttir.
Móðir Björns á Loftsölum og kona Björns á Rofunum var Guðfinna húsfreyja, f. 23. október 1807 í Skammadal í Mýrdal, d. 28. nóvember 1887 í Fagradal þar, Bjarnadóttir frá Kálfholti í Holtum í Rang., bónda á Reyni í Mýrdal, f. um 1767, Þórðarsonar prests í Kálfholti Sveinssonar og konu séra Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur.
Móðir Guðfinnu húsfreyju á Rofunum og kona Bjarna á Reyni var Soffía húsfreyja frá Breiðabólsstað á Skógarströnd, f. 1776, d. 11. september 1861, Árnadóttir prests, þá á Breiðabólsstað á Skógarströnd, síðar í Holti undir Eyjafjöllum, f. 1732, d. 25. mars 1805, Sigurðssonar, og konu sr. Árna, Kristínar húsfreyju, f. 1743, d. 8. mars 1791, Jakobsdóttur.

Móðir Bjarna í Túni og kona Björns á Loftsölum (1866) var Elín húsfreyja, f. 13. júlí 1830 á Brekkum í Mýrdal, d. 18. febrúar 1908 á Loftsölum, Þórðardóttir bónda á Brekkum, f. 6. janúar 1798 á Brekkum, d. 16. maí 1862 þar, Ólafssonar bónda, síðast á Brekkum, f. 1759, d. 19. febrúar 1823 „í útveri suður á Leiru“ í Gullbr.s., Guðmundssonar, og barnsmóður Ólafs, Ingveldar húsfreyju á Fossi í Mýrdal, f. 1763 á Brekkum, Árnadóttur.
Móðir Elínar og fyrri kona Þórðar á Brekkum var Elín húsfreyja, f. 14. nóvember 1793 á Brekkum, d. 10. apríl 1846 þar, Jónsdóttir bónda á Brekkum, f. 1764, d. 30. október 1835 á Brekkum, Jónssonar og fyrri konu Jóns á Brekkum, Solveigar húsfreyju, f. 1764, Pálsdóttur.

Bjarni í Túni og Sigbjörn á Ekru, f. 8. september 1876, vor albræður.

Kona Bjarna, (5. nóvember 1904), var Sigurlín Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1882, d. 8. september 1935.

Börn Bjarna og Sigurlínar:
1. Guðrún húsfreyja á Heiði, f. 31. júlí 1904, d. 2. apríl 1971, kona Helga Guðlaugssonar.
2. Ólafur Bjarnason, f. 8. maí 1908, d. 13. desember 1908.
3. Ólafía, f. 3. desember 1909, d. 1. júní 1994, kona Erlendar í Ólafshúsum.
4. Fóstursonur þeirra var Árni fiskimatsmaður í Túni, f. 5. september 1898, d. 22. september 1959, Ólafsson.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Bjarni var hár vexti, dökkhærður, þrekinn og hinn mesti kraftakarl, með dökkt yfirskegg, en ljós í andliti, beinastór og allur hinn karlmannlegasti á velli. Hann var lipur í hreyfingum, þótt hann væri nokkuð stór og enginn léttleikamaður. Bjarni var sérlega blíðgeðja maður, kátur og skemmtilegur, og þó bestur í fámenni, því að heldur var hann hlédrægur, og mjög góður félagi.
Hann var mikið við fuglaveiðar hvers konar og bjargferðir, vel góður lundaveiðimaður og sterkur liðsmaður við aðrar fuglaferðir og eggjatekju. Mest var Bjarni í Elliðaey, Suðurey og Brandi og gat sér hvarvetna gott orð félaga sinna.
Hann var annars bóndi í Túni, stundaði sjósókn og önnur skyld störf. Hann komst vel af á þess tíma vísu, vellátinn af nábúum sínum, vinhollur og gestrisinn og ræðinn heim að sækja.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.