„Menning“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
|||
Lína 12: | Lína 12: | ||
* ''peyji'' - ungur strákur. | * ''peyji'' - ungur strákur. | ||
* ''pæja'' - ung stúlka. | * ''pæja'' - ung stúlka. | ||
* ''tríkot'' - íþróttagalli. | |||
== Frægir Vestmannaeyingar == | == Frægir Vestmannaeyingar == |
Útgáfa síðunnar 29. mars 2005 kl. 16:40
Vestmannaeyjar hafa verið mikilvægasta verstöð landsins til fjölda ára og byggist afkoma heimamanna að mestu leyti á fiskvinnslu og útgerð. Auk þess eru ört vaxandi atvinnuvegir eyjaskeggja í dag ferðaþjónusta, skipaviðgerðir og menntun.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er stöðugt að stækka við sig þrátt fyrir mikil erfiði sem fólgin eru í að lokka námsmenn til Eyja, og Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri eru búnir að koma sér upp útibúum á Heimaey. Grunnskólarnir í Vestmannaeyjum eru tveir, Barnaskólinn í Vestmannaeyjum og Hamarsskóli Vestmannaeyja. Verið er að undirbúa byggingu á nýjum sex deilda leikskóla, en fyrir eru þrír leikskólar: Rauðagerði, Kirkjugerði og Sóli.
Mörg söfn eru í Vestmannaeyjum, en Safnahús Vestmannaeyja sem stendur við Ráðhúströð hýsir Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja, Bókasafn Vestmannaeyja og Byggðasafn Vestmannaeyja. Einnig er þar til húsa Ljósmyndasafn. Við Heiðarveg stendur Náttúrugripasafn Vestmannaeyja, en það er eina safnið af sinni gerð á Íslandi. Við Skansfjöru er húsið Landlyst, sem var áður staðsett á Tanganum, suður af Básaskersbryggju, en það hús var fyrsta fæðingarheimilið á Íslandi, og er það nú notað til listsýninga af ýmsu tagi. Ríkisstjórn Íslands keypti nýlega afnotarétt af myndum Sigmunds sem hafa birst í áraraðir í Morgunblaðinu, og eru áætlannir um að setja upp safn af þeim í fyrirætluðu menningarhúsi.
Orðaforði og mállýti
Algengt er að eldri Vestmannaeyingar tali með flámæli, en það er óalgengara meðal yngri kynslóðanna. Í einangruðum samfélögum á borð við það sem er í Vestmannaeyjum má búast við að nokkuð sértækur orðaforði verði til. Nokkur dæmi um þau orð sem notuð eru væru:
- útsuður - suðvestur, í átt að eyjunum sem eru þar.
- landnorður - norðaustur, í átt að meginlandi Íslands.
- peyji - ungur strákur.
- pæja - ung stúlka.
- tríkot - íþróttagalli.
Frægir Vestmannaeyingar
- Ási í Bæ var einn frægasti tónlistarmaður Vestmannaeyja, fyrr eða síðar. Hann samdi mjög mörg lög og ljóð, þar á meðal Ástin Bjarta og Ég veit þú kemur, sem hann samdi með Oddgeiri Kristjánssyni.
- Oddgeir Kristjánsson samdi mörg fræg lög með Ása í Bæ.
- Binni í Gröf var landsfrægur aflamaður.
- Þorsteinn Víglundsson var einn atorkusamasti athafnamaður eyjanna, þekktastur fyrir byggingu gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, þar sem nú er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
- Þorsteinn Jónsson var mikill fiskimaður, en hann var formaður á sínum vélarbát í 48 ár.
- Sigfús M. Johnsen var á þriðja tug ára fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík. Árið 1940 varð hann bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
- Sigmund, sem hefur teiknað skopmyndir fyrir Morgunblaðið í áraraðir er samt þekktastur meðal sjómanna fyrir uppfinningarnar sínar: Sigmundsbeltið og sjálfvirka losunarbúnaðinn.
- Guðlaugur Friðþórsson öðlaðist heimsfrægð þegar að skipið Hellisey sem að hann var háseti á sökk suðaustur af Heimaey árið 1984, en þá synti hann um 5 kílómetra í land í vonskuveðri, gekk yfir nýja hraunið sem var þá enn heitt og gerði bæjarbúum viðvart um afdrif skipsins.
- Árni Johnsen var lengi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og er umsjónarmaður brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum.
- Guðjón Hjörleifsson var í átta ár bæjarstjóri Vestmannaeyja, en situr nú á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt því að vera í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
- Lúðvík Bergvinsson er í bæjarstjórn Vestmannaeyja, og situr á Alþingi fyrir Samfylkinguna
- Snorri Óskarsson er frægastur fyrir aðild sína að Hvítasunnusöfnuðinum.
- Gísli Óskarsson, er fréttamaður hjá RÚV, þekktur líffræðingur og heimildamyndagerðarmaður. Þeir Snorri eru bræður.
- Páll Zóphóníasson var bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja í eldfellsgosinu 1973 og er áframhaldandi byggð á Heimaey að miklu leyti honum að þakka.
- Frægasti háhyrningur í heimi, Keikó, var fluttur frá Bandaríkjunum til Vestmannaeyja síðsumars 1998 og dvaldist hann í sérsmíðaðri kví í Klettsvík á Heimaey í nokkur ár þar til honum var sleppt lausum í Atlantshafið, en hann dó utan stranda Noregs árið 2003, og var grafinn í jörðu þar í landi.
Þjóðhátíð
Fræg er þjóðhátíð Eyjamanna, sem haldin er ár hvert um verslunarmannahelgi og dregur til sín fólk alls staðar að af landinu. Til hennar var fyrst stofnað árið 1874, þegar eyjaskeggjar komust ekki til hátíðahalda í landi í tengslum við 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar og móttöku fyrstu stjórnarskrár landsins úr hendi Kristjáns IX, Danakonungs, á Þingvöllum. Þá ákváðu Vestmannaeyingar að halda sína eigin hátíð. Sú hefð hefur verið að íþróttafélög bæjarins, áður Þór og Týr til skiptis en eftir sameiningu þeirra ÍBV, sjái um framkvæmd þjóðhátíðarinnar, og hljóti gróðann af henni.
Hátíðin er haldin í Herjólfsdal fyrstu helgina í Ágúst og eru fastir liðir hátíðarinnar brenna, flugeldasýning og brekkusöngur, sem hefur verið undir stjórn Árna Johnsen í um áratug, að einu ári slepptu á meðan að hann sat í fangelsi, en þá var Róbert Marshall fenginn til þess að hlaupa í skarðið.
Samgöngur
Góðar samgöngur eru við Eyjar hvort sem er með flugi eða ferju. Á síðustu árum hafa verið uppi miklar vangaveltur um það hvort mögulegt sé að gera jarðgöng til Vestmannaeyja, og hefur verið stofnað áhugamannafélagið Ægisdyr um gerð slíkra ganga. Vestmannaeyingar eru ekki allir sammála um að göng séu rétta lausnin, en þó eru eyjamenn upp til hópa sammála um að samgöngur milli lands og eyja þurfi að bæta.
Farþegaskipið Herjólfur siglir oftast tvær ferðir á dag, og getur skipið borið 500 farþega og um 40 fólksbíla.
Menning: Hátíðir — Íþróttir — Þjóðsögur — Fólk — Kirkjumál — Félög — Skipafloti Vestmannaeyja — Húsin á Heimaey — Ritsafn |