Gísli Óskarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli og Geir Jón Þórisson eigast við í glímu á Þjóðhátíð 1975.
Gídeonfélagar. Gísli er annar frá vinstri.

Gísli Jóhannes Óskarsson fæddist 18. desember 1949 í Vestmannaeyjum. Foreldrar Gísla eru Óskar Magnús Gíslason og Kristín Jónína Þorsteinsdóttir. Kona Gísla er Gíslína Magnúsdóttir. Þau eiga fjögur börn en Gíslína átti tvö börn áður. Þau búa að Stóragerði 2.

Gísli lauk kennaraprófi árið 1970, stúdentsprófi 1971 og líffræði- og jarðfræðinámi við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn árið 1973. Gísli hefur verið kennari í Barnaskóla Vestmannaeyja í fjöldamörg ár. Auk kennslunnar hefur Gísli unnið að rannsóknum, meðal annars á atferli lunda í holu.

Gísli hefur verið fréttaritari Sjónvarpsins og Stöðvar 2 frá árinu 1988. Hann hefur auk þess framleitt 10 kvikmyndir, heimildamyndir og fræðslumyndir.

Gísli skipulagði og sá um uppgræðsluna á Heimaey í kjölfar eldgossins árið 1973.

Gísli er formaður Vestmannaeyjadeildar Gídeonfélagsins.

Myndir

Tenglar


Heimildir