Lúðvík Bergvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður.

Lúðvík Bergvinsson er fæddur í Kópavogi 29. apríl árið 1964. Foreldrar hans eru Bergvin Oddsson, skipstjóri og María Friðriksdóttir. Eiginkona Lúðvíks er Þóra Gunnarsdóttir. Þau eiga tvö börn.

Lúðvík lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi árið 1985 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1991. Þá hefur hann skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip frá 1980.

Hann var fulltrúi hjá bæjarfógeta, síðar sýslumanns, í Vestmannaeyjum, frá 1991 til 1994, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um sex mánaða skeið frá 1993 til 1994 og yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu frá 1994 til 1995.

Lúðvík lék með meistaraflokki ÍBV, ÍA, Leifturs og ÍK á árunum 1983 til 1991.

Lúðvík sat á Alþingi frá 1995 til 2009, fyrst fyrir Alþýðuflokkinn í Suðurlandskjördæmi og frá 2003 fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Hann var formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007-2009.


Í eftirtöldum nefndum hefur Lúðvík setið:

  • Menntamálanefnd, 1995-1996.
  • Landbúnaðarnefnd, 1995-1999 og frá 2003.
  • Sérnefnd um stjórnarskrármál, 1995-1996.
  • Sjávarútvegsnefnd, 1996-1999.
  • Samgöngunefnd, 1999-2003.
  • Allsherjarnefnd, 1999-2003.
  • Efnahags- og viðskiptanefnd, 2003-2007.
  • Kjörbréfanefnd, 2003-2009.
  • Félagsmálanefnd 2005-2007.
  • Efnahags- og skattanefnd 2007-2009.
  • Utanríkismálanefnd 2007-2009.
  • Viðskiptanefnd 2009.
  • Íslandsdeild VES-þingsins, 1999-2003.
  • Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA, frá 2003.
  • Auðlindanefnd forsætisráðherra, 1998-2000.

Heimildir