„Birna Baldursdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Birna Baldursdóttir''' fæddist 26. júní 1933 á Sólbergi við Brekastíg 3. <br> Foreldrar hennar voru Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi í Skagafirði, d. 27. desember 1988, og kona hans Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d.23. ágúst 1993. Barn Jóhönnu og Óskars Sveins Árnasonar:<br> 1. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929...) |
m (Verndaði „Birna Baldursdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. apríl 2023 kl. 13:40
Birna Baldursdóttir fæddist 26. júní 1933 á Sólbergi við Brekastíg 3.
Foreldrar hennar voru Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi í Skagafirði, d. 27. desember 1988, og kona hans Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d.23. ágúst 1993.
Barn Jóhönnu og Óskars Sveins Árnasonar:
1. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929 á Kiðjabergi, d. 8. desember 2009. Maður hennar Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson, látinn.
Börn Jóhönnu og Baldurs Ólafssonar.
2. Haraldur Baldursson tónlistarmaður, útibússtjóri, f. 25. febrúar 1932 í Stafholti. Kona hans Gyða Guðmundsdóttir.
3. Birna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1933 á Sólbergi. Maður hennar Svavar Davíðsson, látinn.
4. Lilja Hanna Baldursdóttir banka- og skrifstofumaður, f. 24. júlí 1944 á Borg. Maður hennar Atli Aðalsteinsson.
Birna var með foreldrum sínum, á Sólbergi við Brekastíg 3, á Borg við Heimagötu 3A og við Ásaveg 5.
Hún varð þriðja bekkjar gagnfræðingur með miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1950. Hún stundaði verslunarnám í verslunarskóla í Bergen 1951-1952.
Birna vann í tæp tvö ár hjá norska kaupfélagasambandinu, síðan í Útvegsbankanum í Eyjum í eitt ár, í Útvegsbankanum í Reykjavík í 14 ár. Þau Svavar stofnuðu innflutningsfyrirtækið Klif og ráku það.
Þau giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn, bjuggu í Reykjavík í 7 ár, en frá ágúst 1964 í Aratúni í Garðabæ.
Svavar lést 2011.
Birna hefur búið í Hofakri í Garðabæ frá 2012.
I. Maður Birnu, (27. júlí 1957), var Svavar Davíðsson heildsali, skrifstofumaður, f. 5. júlí 1936 í Reykjavík, d. 18. júní 2011. Foreldrar hans voru Davíð Þorláksson þjónn, f. 24. september 1899, d. 25. júlí 1972, og Jónína Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1908, d. 28. febrúar 1973.
Börn þeirra:
1. Baldur Svavarsson arkitekt, f. 12. mars 1957. Fyrrum sambúðarkona hans Eyrún Gunnarsdóttir.
2. Nína Björk Svavarsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, f. 16. desember 1959. Fyrrum maður hennar Ólafur Gíslason.
3. Bryndís Björk Svavarsdóttir grunnskólakennari, f. 23. október 1970. Fyrrum maður hennar Stefán Magnússon. Maður hennar Magnús Kristinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Birna.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 28. júní 2011. Minning Svavars.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.