„Ingi Stefánsson (Árbæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 22: Lína 22:
Börn þeirra:<br>  
Börn þeirra:<br>  
1. [[Sigrún Ósk Ingadóttir]] húsfreyja, hárgreiðslumeistari, fyrrverandi framleiðslustjóri, f. 28. nóvember 1948 í Fagradal í Mýrdal. Hún rekur nú fyrirtækið Kerfi í Hafnarfirði. Maður hennar er Guðmundur Sigurðsson.<br>
1. [[Sigrún Ósk Ingadóttir]] húsfreyja, hárgreiðslumeistari, fyrrverandi framleiðslustjóri, f. 28. nóvember 1948 í Fagradal í Mýrdal. Hún rekur nú fyrirtækið Kerfi í Hafnarfirði. Maður hennar er Guðmundur Sigurðsson.<br>
2. Ingi Stefán Ingason]] skipstjóri, kennslustjóri, leiðsögumaður, f. 15. maí 1950. Kona hans er Katrín Þ. Andrésdóttir.<br>
2. [[Ingi Stefán Ingason]] skipstjóri, kennslustjóri, leiðsögumaður, f. 15. maí 1950. Kona hans er Katrín Þ. Andrésdóttir.<br>


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Núverandi breyting frá og með 14. apríl 2023 kl. 20:22

Ingi Gunnar Stefánsson frá Árbæ, bóndi í Fagradal í Mýrdal fæddist 7. ágúst 1918 á Norðfirði og lést 4. mars 1950.
Foreldrar hans voru Stefán Erlendsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. júní 1888 á Norðfirði, d. 29. mars 1969, og kona hans Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1899 í Móhúsum á Stokkseyri, d. 19. júní 1935.
Vilborg Þórðardóttir systir Sigríðar varð ráðskona hjá Stefáni og gegndi móðurhlutverki. Hún var fædd 26. ágúst 1897 og lést 5. janúar 1959.

Börn Sigríðar og Stefáns:
1. Ingi Gunnar Stefánsson bóndi, f. 7. ágúst 1918 í Nesi í Norðfirði, d. 4. mars 1950.
2. Gunnar Erlendur Stefánsson skósmiður, netagerðarmeistari, f. 20. febrúar 1920 á Stokkseyri, d. 12. ágúst 2007.
3. Lilja Stefánsdóttir, f. 17. september 1922 í Sjávarborg, d. 22. september 1922.
4. Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, netagerðarmaður, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg, d. 4. júní 2007.
5. Magnús Stefánsson sjómaður, f. 9. desember 1925 í Fagranesi, d. 25. ágúst 2001.
6. Fjóla Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1930 í Eyjum, d. 11. júlí 1932.
7. Erna Stefánsdóttir, f. 28. ágúst 1931 í Eyjum, d. 4. júlí 1944.
8. Fjóla Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1933 á Brekastíg, d. 23. ágúst 1935.

Ingi var með foreldrum sínum á meðan beggja naut við, en móðir hans lést 1935.
Hann var með þeim á Norðfirði, fluttist með þeim til Stokkseyrar og síðan til Eyja 1920. Þau bjuggu í Sjávarborg við Sjómannasund 1921 í Fagranesi við Hásteinsveg 1924 og 1925, voru komin í Árbæ, (Brekastíg 7) 1927, bjuggu þar til 1931, en síðan í húsi sínu við Brekastíg 37, sem þau reistu 1931.
Þar var Ingi með föður sínum 1940 og 1945. Vilborg móðursystir hans tók að sér hússtjórn og móðurhlutverk.
Ingi veiktist af berklum og dvaldi á Sjúkrahúsinu af þeim sökum. Þar kynntust þau Guðfinna og giftu sig 1948.
Þau eignuðust tvö börn. Þau fluttust að Fagradal í Mýrdal 1949 og bjuggu þar, en Ingi lést 1950 og Gufinna 2015.

I. Kona Inga Gunnars, (16. september 1948), var Guðfinna Kjartanía Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 16. september 1923, d. 9. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Sigrún Ósk Ingadóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, fyrrverandi framleiðslustjóri, f. 28. nóvember 1948 í Fagradal í Mýrdal. Hún rekur nú fyrirtækið Kerfi í Hafnarfirði. Maður hennar er Guðmundur Sigurðsson.
2. Ingi Stefán Ingason skipstjóri, kennslustjóri, leiðsögumaður, f. 15. maí 1950. Kona hans er Katrín Þ. Andrésdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. maí 2015. Minning Guðfinnu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigrún og Ingi.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.