Erlendur Stefánsson (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Erlendur Stefánsson.

Gunnar Erlendur Stefánsson skósmiður, netagerðarmeistari fæddist 20. febrúar 1920 á Stokkseyri og lést 12. ágúst 2007 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Stefán Erlendsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. júní 1888 á Norðfirði, d. 29. mars 1969, og kona hans Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1899 í Móhúsum á Stokkseyri, d. 19. júní 1935.
Vilborg Þórðardóttir systir Sigríðar varð ráðskona hjá Stefáni og gegndi móðurhlutverki. Hún var fædd 26. ágúst 1897 og lést 5. janúar 1959.

Börn Sigríðar og Stefáns:
1. Ingi Gunnar Stefánsson bóndi, f. 7. ágúst 1918 á Nesi í Norðfirði, d. 4. mars 1950.
2. Gunnar Erlendur Stefánsson skósmiður, netagerðarmeistari, f. 20. febrúar 1920 á Stokkseyri, d. 12. ágúst 2007.
3. Lilja Stefánsdóttir, f. 17. september 1922 í Sjávarborg, d. 22. september 1922.
4. Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg, d. 4. júní 2007.
5. Magnús Stefánsson sjómaður, f. 9. desember 1925 í Fagranesi, d. 25. ágúst 2001.
6. Fjóla Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1930 í Eyjum, d. 11. júlí 1932.
7. Erna Stefánsdóttir, f. 28. ágúst 1931 í Eyjum, d. 4. júlí 1944.
8. Fjóla Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1933 á Brekastíg, d. 23. ágúst 1935.

Erlendur var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hans lést 1935.
Hann var með þeim á Stokkseyri og fluttist með þeim til Eyja nýfæddur 1920. Þau bjuggu í Sjávarborg við Sjómannasund 1921 í Fagranesi við Hásteinsveg 1924 og 1925, voru komin í Árbæ, (Brekastíg 7) 1927, bjuggu þar 1930 en síðan í húsi sínu við Brekastíg 37, sem þau reistu 1931.
Þar bjó Erlendur með föður sínum og bræðrum. Vilborg móðursystir hans tók að sér hússtjórn og móðurhlutverk.
Erlendur lærði skósmíðar hjá Oddi Þorsteinssyni og nam við Iðnskólann í Eyjum. Síðar gerðist hann netagerðarmaður og var meistari í greininni, vann við hana.
Þau Guðfinna giftu sig 1964, en hún var ekkja Inga Gunnars bróður Erlendar. Þau eignuðust þrjú börn, en auk þess varð Erlendur stjúpfaðir barna Guðfinnu og Inga. Þau bjuggu á Vallargötu 6.
Þau Guðfinna ræktuðu spildu í nýja hrauninu frá 1973. Þótti það fagur lundur og sérlegt framtak, gekk undir nafninu Gaujulundur í höfuð henni.
Erlendur lést 2007 og Guðfinna 2015.

I. Kona Erlendar, (17. maí 1964), var Guðfinna Kjartanía Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 16. september 1923, d. 9. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Stefán Erlendsson netagerðarmaður, f. 5. september 1965, d. 31. desember 2000.
2. Ólafur Erlendsson netagerðarmaður, vinnur í Hampiðjunni, f. 5. september 1965. Kona hans er Gunnhildur V. Kjartansdóttir.
3. Kjartan Erlendsson verkamaður í Danmörku, f. 23. janúar 1967. Kona hans er Rikke Kiil Erlendsson.
Börn Guðfinnu og Inga og stjúpbörn Erlendar:
4. Sigrún Ósk Ingadóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, fyrrverandi framleiðslustjóri. Hún rekur nú fyrirtækið Kerfi í Hafnarfirði, f. 28. nóvember 1948. Maður hennar er Guðmundur Sigurðsson.
5. Ingi Stefán Ingason kennslustjóri, skipstjóri, leiðsögumaður, f. 15. maí 1950. Kona hans er Katrín Þ. Andrésdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.