Stefán Erlendsson (sjómaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefán Erlendsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 24. júní 1888 og lést 29. mars 1969.
Foreldrar hans voru Erlendur Árnason bóndi og útgerðarmaður á Ekru, í Hellisfirði, Skorrastað, Ormsstöðum og víðar í Norðfirði, f. 1850, d. 18. febrúar 1894, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1851, d. 4. október 1902.

Stefán var með foreldrum sínum á Skorrastað 1890. Faðir hans lést, er Stefán var á sjötta árinu.
Hann var með móður sinni í Lendingarhúsi í Norðfirði 1901, en hún lést, er hann var um fermingu.
Stefán var háseti hjá verslun Guðmundar Sveinssonar á Ísafirði 1910. Þau Sigríður giftu sig 1917 og eignuðust Inga Gunnar á Nesi í Norðfirði 1918.
Hjónin fluttu til Stokkseyrar og þar fæddist Erlendur 1920.
Þau fluttust frá Stokkseyri til Eyja á sama ári, bjuggu í Sjávarborg við Sjómannasund 1921 í Fagranesi við Hásteinsveg 1924 og 1925, voru komin í Árbæ, (Brekastíg 7) 1927, bjuggu þar 1930.
Þau bjuggu í ,,Nýtt hús“ við Brekastíg 37 1934. Það hús byggðu þau.
Sigríður lést 1935 og Stefán 1969.

Kona Stefáns, (17. nóvember 1917), var Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3.nóvember 1899 í Móhúsum á Stokkseyri, d. 19. júní 1935.
Börn þeirra:
1. Ingi Gunnar Stefánsson bóndi, f. 7. ágúst 1918 í Nesi í Norðfirði, d. 4. mars 1950.
2. Gunnar Erlendur Stefánsson netagerðarmeistari, f. 20. febrúar 1920 á Stokkseyri, d. 12. ágúst 2007.
3. Lilja Stefánsdóttir, f. 17. september 1922 í Sjávarborg, d. 22. september 1922.
4. Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg, d. 4. júní 2007.
5. Magnús Stefánsson sjómaður, f. 9. desember 1925 í Fagranesi, d. 25. ágúst 2001.
6. Fjóla Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1930 í Eyjum, d. 11. júlí 1932.
7. Erna Stefánsdóttir, f. 28. ágúst 1931 í Eyjum, d. 4. júlí 1944.
8. Fjóla Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1933 á Brekastíg, d. 23. ágúst 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.