Magnús Stefánsson (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Stefánson.

Magnús Stefánsson frá Árbæ, sjómaður fæddist 9. desember 1925 í Fagranesi og lést 25. ágúst 2001.
Foreldrar hans voru Stefán Erlendsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður frá Ekru í Norðfirði, f. 24. júní 1888, d. 29. mars 1969, og kona hans Sigríður Þórðardóttir húsfreyja frá Pálsbæ á Stokkseyri, f. 3. nóvember 1899, d. 19. júní 1935.
Vilborg Þórðardóttir systir Sigríðar varð ráðskona hjá Stefáni og gegndi móðurhlutverki. Hún var fædd 26. ágúst 1897 og lést 5. janúar 1959.

Börn Sigríðar og Stefáns:
1. Ingi Gunnar Stefánsson bóndi, f. 7. ágúst 1918 í Nesi í Norðfirði, d. 4. mars 1950.
2. Gunnar Erlendur Stefánsson skósmiður, netagerðarmeistari, f. 20. febrúar 1920 á Stokkseyri, d. 12. ágúst 2007.
3. Lilja Stefánsdóttir, f. 17. september 1922 í Sjávarborg, d. 22. september 1922.
4. Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg, d. 4. júní 2007.
5. Magnús Stefánsson sjómaður, f. 9. desember 1925 í Fagranesi, d. 25. ágúst 2001.
6. Fjóla Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1930 í Eyjum, d. 11. júlí 1932.
7. Erna Stefánsdóttir, f. 28. ágúst 1931 í Eyjum, d. 4. júlí 1944.
8. Fjóla Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1933 á Brekastíg, d. 23. ágúst 1935.

Magnús var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hans lést, er hann var á tíunda árinu.
Hann var með foreldrum sínum í Fagranesi við Hásteinsveg, var kominn með þeim í Árbæ, (Brekastíg 7) 1927 og þar til 1931, er þau fluttu í nýbyggt hús sitt við Brekastíg 37.
Þar bjó Magnús með föður sínum og bræðrum og Vilborg móðursystur sinni.
Magnús varð sjómaður á unglingsaldri, var messagutti á olíuflutningaskipinu Skeljungi, réri á ýmsum vertíðarbátum í Eyjum, en mest þó á síðutogurum.
Magnús dvaldi að síðustu á Hraunbúðum og lést 2001. Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.