„Kjartan Guðfinnsson (Herðubreið)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Kjartan Guðfinnsson. '''Kjartan Guðfinnsson''' frá Herðubreið við Heimagötu 28, sjómaður fæddist þar 13. mars 1943 og lést 30. desember 2009.<br> Foreldrar hans voru Guðfinnur Guðmundsson skipstjóri, f. 25. júní 1912 í Hjálmholti við Urðaveg 34, d. 22. nóvember 1945, og kona hans Olga Karlsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. þar 2...)
 
m (Verndaði „Kjartan Guðfinnsson (Herðubreið)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. mars 2023 kl. 15:02

Kjartan Guðfinnsson.

Kjartan Guðfinnsson frá Herðubreið við Heimagötu 28, sjómaður fæddist þar 13. mars 1943 og lést 30. desember 2009.
Foreldrar hans voru Guðfinnur Guðmundsson skipstjóri, f. 25. júní 1912 í Hjálmholti við Urðaveg 34, d. 22. nóvember 1945, og kona hans Olga Karlsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. þar 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.

Börn Olgu og Guðfinns:
1. Guðmundur Karl skipstjóri, f. 8. janúar 1941, giftur Ellen Margréti Ólafsdóttur, f. 15. desember 1943.
2. Elín Sesselja húsfreyja og bóndi í Unnarholti í Hrunamannahreppi, f. 1. febrúar 1935. Maður hennar er Trausti Indriðason bóndi, f. 17. febrúar 1935.
3. Kjartan sjómaður, f. 13. mars 1943, d. 30. desember 2009. Kona hans var Ásta Sigurðardóttir Sigurjónssonar, f. 2. mars 1942.
4. Páll Guðfinnsson, tvíburi við Kjartan, f. 13. mars 1943, d. 9. maí 1943.
Börn Olgu og Árna Johnsen, síðari manns hennar:
5. Guðfinnur Johnsen tæknifræðingur, f. 1949.
6. Jóhannes Johnsen skrifstofumaður, f. 27. júlí 1953.

Guðfinnur var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Kjartan var á þriðja ári aldurs síns. Hann var með móður sinni og síðan henni og Árna síðari manns hennar.
Kjartan var verkamaður og sjómaður.
Þau Ásta giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Boðaslóð 15, á Baldri við Brekastíg 22, fluttu í Reykjanesbæ, bjuggu þar síðast við Dalsbraut 12.

I. Kona Kjartans, (7. október 1961 í Eyjum), er Ásta Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 2. mars 1942 á Auðstöðum við Brekastíg 15B.
Börn þeirra:
1. Freyja Kjartansdóttir, f. 28. nóvember 1959 í Eyjum, d. 28. mars 2022. Maður hennar Þorsteinn Christensen.
2. Guðfinnur Kjartansson, f. 22. desember 1962 í Eyjum. Kona hans Jóna Fanney Hólm.
3. Sigurður Óli Kjartansson, f. 5. september 1972. Kona hans Anna Kristín Tómasdóttir.
4. Páll Ástþór Kjartansson, f. 5. september 1972, d. 5. september 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.