Olga Karlsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Olga Karlsdóttir húsfreyja fæddist 26. mars 1917 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka og lést 12. apríl 1976.
Faðir hennar var Guðmundur Karl bóndi og formaður á Gamla-Hrauni, síðar í Laufási á Stokkseyri, sem hann byggði, f. 28. maí 1892, d. 10. júlí 1929, Guðmundsson trésmiðs á Gamla-Hrauni, f. 17. mars 1855, d. 25. nóvember 1917, Jenssonar vinnumanns í Fljótshlíð, f. 1826, Guðmundssonar og barnsmóður Jens, Ingibjargar, búandi hjá foreldrum sínum á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1855, f. 1823, Einarsdóttur.
Móðir Guðmundar Karls og kona Guðmundar Jenssonar var Sigríður húsfreyja, f. 22. september 1851, d. 20. febrúar 1911, Tómasdóttir bónda í Bollakoti í Fljótshlíð, f. 24. febrúar 1824, Ólafssonar, og konu hans, Þuríðar húsfreyju, f. 24. maí 1821, d. 4. október 1889, Nikulásdóttur.

Móðir Olgu var Sesselja húsfreyja, f. 26. febrúar 1892, d. 8. september 1977, Jónsdóttir bónda víða, en í Dalalandsparti í Húsavík í N-Múl 1890, f. 13. júlí 1853, drukknaði 6. október 1897, Björnssonar bónda í Miðbæ í Norðfirði, f. 1822, d. 15. desember 1889, Jónssonar, og konu Björns í Miðbæ, Halldóru húsfreyju, f. 1827, d. 23. nóvember 1869, Sigurðardóttur.
Móðir Sesselju og kona Jóns í Dalalandsparti var Salgerður húsfreyja, f. 10. október 1855, d. 17. apríl 1922, Andrésdóttir bónda í Grænanesi og Neðri-Miðbæ í Norðfirði, f. 19. nóvember 1825, d. 2. október 1885, Guðmundssonar, og konu Andrésar, Þuríðar húsfreyju, f. 12. desember 1833, d. 2. apríl 1903, Stefánsdóttur.

Börn Sesselju og Guðmundar Karls í Eyjum:
1. Sigmundur Karlsson, f. 23. september 1912, d. 13. apríl 1994.
2. Ársæll Karlsson, f. 21. desember 1915, d. 26. október 1990.
3. Olga Karlsdóttir, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.

Olga var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Guðfinnur Guðmundsson skipstjóri, f. 25. júní 1912, d. 22. nóvember 1945.
Börn Olgu og Guðfinns:
1. Guðmundur Karl skipstjóri, f. 8. janúar 1941, giftur Ellen Margréti Ólafsdóttur, f. 15. desember 1943.
2. Elín Sesselja húsfreyja og bóndi í Unnarholti í Hrunamannahreppi, f. 1. febrúar 1935. Maður hennar er Trausti Indriðason bóndi, f. 17. febrúar 1935.
3. Kjartan sjómaður, f. 13. mars 1943, d. 30. desember 2009. Kona hans var Ásta Sigurðardóttir Sigurjónssonar, f. 2. mars 1942.
4. Páll Guðfinnsson, tvíburi við Kjartan, f. 13. mars 1943, d. 9. maí 1943.

II. Síðari maður Olgu var Árni J. Johnsen kaupmaður, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963.
Börn Olgu og Árna:
5. Guðfinnur Johnsen tæknifræðingur, f. 1949.
6. Jóhannes Johnsen skrifstofumaður, f. 27. júlí 1953, d. 1. júní 2023.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.