„Þorsteinn Þorsteinsson (Jóhannshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|Þorsteinn Þorsteinsson. '''Þorsteinn Þorsteinsson''' frá Jóhannshúsi við Vesturveg 4, kaupmaður fæddist 13. júní 1947 á Fífilgötu 5 og lést 9. desember 2005.<br> Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson frá Lambhaga, sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008,...)
 
m (Verndaði „Þorsteinn Þorsteinsson (Jóhannshúsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2023 kl. 17:00

Þorsteinn Þorsteinsson.

Þorsteinn Þorsteinsson frá Jóhannshúsi við Vesturveg 4, kaupmaður fæddist 13. júní 1947 á Fífilgötu 5 og lést 9. desember 2005.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson frá Lambhaga, sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008, og kona hans Laufey Eiríksdóttir frá Dvergasteinihúsfreyja, f. 5. júní 1926, d. 14. desember 1992.

Börn Laufeyjar og Þorsteins:
1. Þorsteinn Þorsteinsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 13. júní 1947 á Fífilgötu 5, d. 9. desember 2005.
2. Kolbrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1948 á Fífilgötu 5.
3. Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1950 á Vesturvegi 4.
4. Eiríkur Þorsteinsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1954 á Vesturvegi 4.
5. Gunnar Þorsteinsson sjómaður, f. 6. nóvember 1959 á Vesturvegi 4, d. 2. desember 2021.

Þorsteinn var með foreldrum sínum.
Hann var gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Þorsteinn hóf störf hjá Raftækjaverslun Haraldar Eiríkssonar hf. og vann þar til Goss 1973. Hann vann hjá Anderson & Lauth í Reykjavík í Gosinu, opnaði Fataverslun Stefáns & Stjána í Eyjum 1. febrúar 1974 og rak hana til 1990. Síðustu árin vann hann skrifstofu- og sölustörf hjá Kertaverksmiðjunni Heimaey.
Þau Brynja giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum við Skólaveg 27.
Þorsteinn lést 2005.

I. Kona Þorsteins, (11. desember 1976), er Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1956.
Börn þeirra:
1. Margrét Þorsteinsdóttir 15. apríl 1977.
2. Þorsteinn Ívar Þorsteinsson, f. 20. júlí 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.