Brynja Friðþórsdóttir
Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja fæddist 3. september 1956 á Hásteinsvegi 9.
Foreldrar hennar voru Friðþór Guðlaugsson frá Sólbergi við Brekastíg 3, vélvirkjameistari, f. 11. október 1926, d. 19. júní 2004, og kona hans Margrét Karlsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 8. janúar 1930, d. 2. október 2022.
Börn Margrétar og Friðþórs:
1. Stefán Friðþórsson lagerstjóri í Reykjavík, f. 27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.
2. Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson, látinn.
3. Guðlaugur Friðþórsson sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona María Tegeder.
4. Andvana fæddur drengur 1968.
5. Sigurhanna Friðþórsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. ágúst 1972. Maður hennar Jón Atli Gunnarsson.
Brynja vann við aðhlynningu á Sjúkrahúsinu.
Þau Þorsteinn giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum við Skólaveg 27.
Þorsteinn lést 9. desember 2005.
Brynja býr við Foldahraun.
I. Maður Brynju, (11. desember 1976), var Þorsteinn Þorsteinsson frá Jóhannshúsi við Vesturveg 4, verslunarmaður, kaupmaður, skrifstofumaður, sölumaður, f. 13. júní 1947, d. 9. desember 2005.
Börn þeirra:
1. Margrét Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur í Eyjum, f. 15. apríl 1977. Maður hennar Pétur Eyjólfsson.
2. Þorsteinn Ívar Þorsteinsson matsveinn í Eyjum, f. 20. júlí 1987. Sambúðarkona hans Marta Karlsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Brynja.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 17. desember 2005. Minning Þorsteins.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.