Kristín Þorsteinsdóttir (Jóhannshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Þorsteinsdóttir frá Jóhannshúsi við Vesturveg 4, húsfreyja, verkakona fæddist 6. desember 1950.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þorsteinsson frá Lambhaga, sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008, og kona hans Laufey Eiríksdóttir frá Dvergasteini, húsfreyja, f. 5. júní 1926, d. 14. desember 1992.

Börn Laufeyjar og Þorsteins:
1. Þorsteinn Þorsteinsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 13. júní 1947 á Fífilgötu 5, d. 9. desember 2005.
2. Kolbrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1948 á Fífilgötu 5.
3. Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1950 á Vesturvegi 4.
4. Eiríkur Þorsteinsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1954 á Vesturvegi 4.
5. Gunnar Þorsteinsson sjómaður, f. 6. nóvember 1959 á Vesturvegi 4, d. 2. desember 2021.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann verkakvennastörf.
Þau Óskar giftu sig 1970, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Urðaveg 48 við Gosið 1973, síðan við Dverghamar 12.

I. Maður Kristínar, (3. maí 1970), er Óskar Árnason, verkamaður, verkstjóri um skeið hjá Ísfélaginu, f. 3. febrúar 1946.
Börn þeirra:
1. Laufey Óskarsdóttir, kennaramenntuð, launafulltrúi, f. 16. júní 1969. Sambúðarmaður hennar Björn Gíslason af Seltjarnarnesi.
2. Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur, f. 29. mars 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kristín.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.