Þorsteinn Þorsteinsson yngri (Lambhaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson frá Lambhaga, sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður fæddist þar 17. janúar 1927 og lést 1. mars 2008.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. maí 1891 í Einholti á Mýrum í A-Skaft., d. 16. júní 1981, og maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.

Börn Kristínar og Þorsteins:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Bessastöðum á Álftanesi, f. 10. apríl 1921 á Strönd, d. 20. október 2009.
2. Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður í Turninum, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
3. Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson vélstjóri, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku. Hann missti föður sinn á ellefta árinu.
Þorsteinn var með móður sinni í Hjálmholti 1940 og 1945.
Þau Laufey giftu sig 24. maí 1947, bjuggu á Fífilgötu 5, en í Jóhannshúsi, Vesturvegi 4 1949 og bjuggu þar síðan.
Þorsteinn tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1945, var til sjós á ýmsum skipum, en starfaði síðan hjá Olíufélaginu Skeljungi.
Laufey lést 1992 og Þorsteinn 2008.

I. Kona Þorsteins, (24. maí 1947), var Laufey Eiríksdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Þorsteinsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 13. júní 1947 á Fífilgötu 5, d. 9. desember 2005.
2. Kolbrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1948 á Fífilgötu 5.
3. Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1950 á Vesturvegi 4.
4. Eiríkur Þorsteinsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1954 á Vesturvegi 4.
5. Gunnar Þorsteinsson sjómaður, f. 6. nóvember 1959 á Vesturvegi 4.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.