Þorsteinn Þorsteinsson yngri (Lambhaga)
Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson frá Lambhaga, sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður fæddist þar 17. janúar 1927 og lést 1. mars 2008.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. maí 1891 í Einholti á Mýrum í A-Skaft., d. 16. júní 1981, og maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.
Börn Kristínar og Þorsteins:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Bessastöðum á Álftanesi, f. 10. apríl 1921 á Strönd, d. 20. október 2009.
2. Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður í Turninum, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
3. Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson vélstjóri, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku. Hann missti föður sinn á ellefta árinu.
Þorsteinn var með móður sinni í Hjálmholti 1940 og 1945.
Þau Laufey giftu sig 24. maí 1947, bjuggu á Fífilgötu 5, en í Jóhannshúsi, Vesturvegi 4 1949 og bjuggu þar síðan.
Þorsteinn tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1945, var til sjós á ýmsum skipum, en starfaði síðan hjá Olíufélaginu Skeljungi.
Laufey lést 1992 og Þorsteinn 2008.
I. Kona Þorsteins, (24. maí 1947), var Laufey Eiríksdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Þorsteinsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 13. júní 1947 á Fífilgötu 5, d. 9. desember 2005.
2. Kolbrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1948 á Fífilgötu 5.
3. Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1950 á Vesturvegi 4.
4. Eiríkur Þorsteinsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1954 á Vesturvegi 4.
5. Gunnar Þorsteinsson sjómaður, f. 6. nóvember 1959 á Vesturvegi 4.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. mars 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.