„Magnúsína Jóhannsdóttir (Vinaminni)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 40: | Lína 40: | ||
[[Flokkur: Íbúar í Vinaminni]] | [[Flokkur: Íbúar í Vinaminni]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Urðaveg]] | [[Flokkur: Íbúar við Urðaveg]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Geirseyri]] | |||
[[Flokkuur: Íbúar við Strandveg]] |
Útgáfa síðunnar 27. desember 2022 kl. 17:03
Magnúsína Jóhannsdóttir frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja fæddist 22. ágúst 1904 og lést 13. júní 1974.
Foreldrar hennar voru Jóhann Kristinsson frá Grafargerði í Skagafirði, sjómaður, verkamaður, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Brimnesi í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 31. desember 1882, d. 18. mars 1965.
Börn Sigríðar og Jóhanns:
1. Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja á Siglufirði og í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974. Maður hennar Guðjón Helgi Kristjánsson.
2. Kornelía Jóhannsdóttir, f. 1. júní 1907, d. 18. október 1996. Maður hennar Angantýr Einarsson.
3. Kristín Helga Jóhannsdóttir húsfreyja í Ráðagerði, f. 6. júlí 1909, d. 6. janúar 1994. Maður hennar Bjarni Júlíus Ólafsson.
4. Kristinn Júlíus Jóhannsson sjómaður, f. 18. desember 1911, síðast í Reykjavík, d. 22. febrúar 1986.
5. Jóhann Jóhannsson, f. 1913, lést átta mánaða.
6. Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja á Ólafsfirði, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996. Maður hennar Magnús Guðmundsson.
7. Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður í Eyjum, f. 14. september 1915, d. 23. október 1996. Kona hans Petrea Guðmundsdóttir.
8. Sigurlína Ása Jóhannsdóttir verkakona, f. 14. október 1917, d. 26. febrúar 2008. Maður hennar Engilbert Jónsson.
9. Guðmundur Gunnólfur Jóhannsson, f. 2. apríl 1920, d. 26. júní 1940.
10. Guðleif Jóhannsdóttir fyrrum Drake, húsfreyja í Hull á Englandi, f. 7. nóvember 1922, d. 19. apríl 2006. Fyrrum maður hennar Harrry Albert Drake múrari.
11. Maggý Helga Jóhannsdóttir, síðast í Kópavogi, f. 26. apríl 1924 á Siglufirði, d. 29. mars 2003. Maður hennar Tómas Jónsson.
12. Gunnar Jóhannsson sjómaður á Siglufirði, f. 8. febrúar 1927 í Reykjavík, d. 23. apríl 2015. Kona hans Valey Jónasdóttir.
Barn Jóhanns:
13. Sigurður Vilhjálmur Jóhannsson sjómaður á Ólafsfirði, f. 13. desember 1902, d. 29. janúar 1978. Kona hans Sigríður Gísladóttir.
Magnúsína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún bjó á Hofsósi 1920.
Þau Guðjón Helgi giftu sig á Siglufirði 1923, eignuðust þrjú börn, fluttu til Reykjavíkur, eignuðust tvö barna sinna þar 1925 og 1927, fluttu til Eyja 1930. Þau bjuggu í Vinaminni 1930, fluttu til Siglufjarðar 1933, bjuggu þar til 1947. Þau bjuggu síðast á Bergstaðastræti 41 í Reykjavík. Magnúsína bjó síðast í Kirkjustræti 2 þar.
Hún lést 1974.
I. Maður Magnúsínu, (31. desember 1923 á Siglufirði), var Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, f. 22. mars 1901, d. 20. október 1962.
Börn þeirra:
1. Pálína Kristjana Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 29. desember 1925 í Reykjavík, d. 3. júlí 1990. Maður hennar Runólfur J. Elínuson.
2. Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir, f. 23. maí 1927. Maður hennar Ólafur Karlsson.
3. Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, verkakona, 24. apríl 1932, d. 24. apríl 2016. Fyrrum maður hennar Steindór Þórarinn Grímsson. Síðari maður hennar Örn Aanes.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.