Gunnar Jóhannsson (Vinaminni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Jóhannsson.

Gunnar Jóhannsson frá Vinaminni við Urðaveg 5, verkamaður, sjómaður fæddist 6. febrúar 1927 á Bjargarstíg í Reykjavík og lést 23. apríl 2015 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Foreldrar hans voru Jóhann Kristinsson frá Grafargerði í Skagafirði, sjómaður, verkamaður á Siglufirði, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Brimnesi í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 31. desember 1882, d. 18. mars 1965.

Börn Sigríðar og Jóhanns:
1. Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja á Siglufirði og í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974. Maður hennar Guðjón Helgi Kristjánsson.
2. Kornelía Jóhannsdóttir, f. 1. júní 1907, d. 18. október 1996. Maður hennar Angantýr Einarsson.
3. Kristín Helga Jóhannsdóttir húsfreyja í Ráðagerði, f. 6. júlí 1909, d. 6. janúar 1994. Maður hennar Bjarni Júlíus Ólafsson.
4. Kristinn Júlíus Jóhannsson, f. 18. desember 1911, síðast í Reykjavík, d. 22. febrúar 1986.
5. Jóhann Jóhannsson, f. 1913, lést átta mánaða.
6. Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja á Ólafsfirði, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996. Maður hennar Magnús Guðmundsson.
7. Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður í Eyjum, f. 14. september 1915, d. 23. október 1996. Kona hans Petrea Guðmundsdóttir.
8. Sigurlína Ása Jóhannsdóttir, f. 14. október 1917, d. 26. febrúar 2008.
9. Guðmundur Gunnólfur Jóhannsson, f. 2. apríl 1920, d. 26. júní 1940.
10. Guðleif Jóhannsdóttir húsfreyja í Hull á Englandi, f. 7. nóvember 1922, d. 19. apríl 2006. Maður hennar Henry Albert Drake múrari.
11. Maggý Helga Jóhannsdóttir, síðast í Kópavogi, f. 26. apríl 1924 á Siglufirði, d. 29. mars 2003. Maður hennar Tómas Jónsson.
12. Gunnar Jóhannsson sjómaður á Siglufirði, f. 8. febrúar 1927 í Reykjavík, d. 23. apríl 2015. Kona hans Valey Jónasdóttir.
Barn Jóhanns:
13. Sigurður Vilhjálmur Jóhannsson sjómaður á Ólafsfirði, f. 13. desember 1902, d. 29. janúar 1978. Kona hans Sigríður Gísladóttir.

Gunnar var með foreldrum sínum, í Reykjavík, Eyjum, á Ólafsfirði og á Siglufirði.
Hann varð sjómaður á Siglufirði. Auk þess ráku Valey og hann biljardsstofu og veitingasölu á Siglufirði.
Þau Valey giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn.
Gunnar lést 2015 og Valey 2019.

I. Kona Gunnars, (2. júní 1957), var Valey Jónasdóttir kennari, f. 21. nóvember 1931, d. 28. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Jónas Jónasson, f. 3. mars 1892, d. 6. janúar 1962, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 4. júlí 1889, d. 10. febrúar 1942.
Börn þeirra:
1. Óðinn Gunnarsson, f. 30. desember 1958. Kona hans Una Agnarsdóttir.
2. Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 23. janúar 1960. Maður hennar Arinbjörn Eyþórsson.
3. Jökull Gunnarsson, f. 13. nóvember 1961. Kona hans Ásta Sigfúsdóttir.
4. Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 24. febrúar 1964. Maður hennar Björn Tryggvason.
Sonur Valeyjar:
5. Arnþór Þórsson, f. 16. maí 1951. Sambúðarkona hans Brynja Baldursdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. maí 2015. Minning, og 10. ágúst 2019. Minning Valeyjar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.