Erla Guðjónsdóttir (Ásbrún)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðný Erla Guðjónsdóttir.

Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja fæddist 24. apríl 1932 á Geirseyri og lést 24. apríl 2016.
Foreldrar hennar voru Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, f. 22. mars 1901, d. 20. október 1962, og kona hans Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974.

Börn Magnúsínu og Guðjóns Helga:
1. Pálína Kristjana Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 29. desember 1925, d. 3. júlí 1990. Maður hennar Runólfur J. Elínuson.
2. Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, verkakona, f. þar 23. maí 1927, d. 19. júní 2016. Maður hennar Ólafur Karlsson, látinn.
3. Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1932 í Eyjum, d. 24. apríl 2016.

Erla var með foreldrum sínum í Eyjum, en fluttist með þeim til Siglufjarðar 1933 og ólst þar upp til 15 ára aldurs.
Hún fór til Reykjavíkur 15 ára og var í vist í byrjun, en vann síðar á Matstofu Austurbæjar. Á yngri árum vann hún við síldarverkun á Siglufirði og síðar við fiskiðnað í Eyjum. Eftir flutning til Lands starfaðir Erla m.a. við heimabakstur og á Kópavogshæli.
Hún eignaðist barn með Gunnari Bernharð Jenssyni 1950.
Þau Þórarinn giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, fluttu til Eyja 1963, en skildu 1967.
Þau Örn giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásbrún við Hásteinsveg 4 til Goss, fluttu í Viðlagasjóðshús í Breiðholti, þá í Rjúpufell, síðan í Garðabæ og bjuggu í Holtsbúð 95, en skildu 1996.
Guðný Erla bjó síðast við Álfhólsveg í Kópavogi og lést 2016.

I. Barnsfaðir Erlu var Gunnar Bernharð Jensson húsasmiður, f. 27. júlí 1929, d. 12. desember 1991. Kjörforeldrar barns hennar urðu Þorkell Jóhannesson prófessor, f. 6. desember 1895, d. 31. október 1960, og kona hans Hrefna Bragadóttir húsfreyja, f. 7. október 1900, d. 10. febrúar 1985.
Barnið er:
1. Helga Þorkelsdóttir kennari, f. 19. apríl 1950. Maður hennar Páll Þorgeirsson.

II. Fyrri maður Guðnýjar Erlu, (1953), var Þórarinn Grímsson frá Reynivöllum, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 31. desember 1924 í Sjávarborg, d. 28. maí 1997.
Börn þeirra:
2. Theodóra Jóna Þórarinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, f. 1. september 1953. Maður hennar Birgir Bernódusson, látinn.
3. Guðjón Þór Þórarinsson rennismiður, f. 20. júlí 1960. Barnsmóðir hans Ragnheiður Helen Ólafsdóttir. Sambúðarkona hans Elín Kristjánsdóttir.

III. Síðari maður Guðnýjar Erlu, (1969), var Örn Aanes yfirvélstjóri, verksmiðjustjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti, d. 3. desember 2020.
Börn þeirra:
4. Guðríður Eldey Arnardóttir kennari, skólameistari, f. 25. febrúar 1970 í Eyjum. Maður hennar Hafliði Þórðarson.
5. Eiríkur Örn Arnarson múrari, f. 29. janúar 1977. Kona hans Rakel Rán Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 12. maí 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Theodóra.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.