Sigríður Guðmundsdóttir (Vinaminni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Guðmundsdóttir.

Sigríður Guðmundsdóttir frá Brimnesi í Ólafsfirði, húsfreyja fæddist þar 31. desember 1882 og lést 18. mars 1965 á Ólafsfirði.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson á Brimnesi, f. um 1843, d. 1899 og kona hans Ólöf Þuríður Árnadóttir húsfreyja, f. 20. október 1842, d. 22. júní 1889.

Sigríður var skamma stund með foreldrum sínum. Móðir hennar lést, er Sigríður var á sjöunda árinu. Hún var með föður sínum á Lóni í Ólafsfirði 1890, en hann lést 1899.
Sigríður var vinnkona á Syðri-Gunnólfsá í Ólafsfirði 1901.
Þau Jóhann giftu sig 1905 á Ólafsfirði, bæði vinnuhjú á Sæbóli þar. Þau eignuðust 12 börn, en misstu eitt þeirra. Þau bjuggu í Guðmundarhúsi á Ólafsfirði 1910, á Hofsósi 1920.
Þau fluttu til Eyja 1930, bjuggu í Vinaminni við Urðaveg 5 með átta börnum sínum 1930, bjuggu þar 1934 með níu börnum sínum, farinn þaðan 1935.
Þau fluttu til Ólafsfjarðar, bjuggu síðast við Ægisgötu 14.
Sigríður lést 1965 og Jóhann 1969.

I. Maður Sigríðar, (16. júlí 1905), var Jóhann Kristinsson sjómaður, verkamaður, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969.
Börn þeirra:
1. Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja á Siglufirði og í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974. Maður hennar Guðjón Helgi Kristjánsson.
2. Kornelía Jóhannsdóttir, f. 1. júní 1907, d. 18. október 1996. Maður hennar Angantýr Einarsson.
3. Kristín Helga Jóhannsdóttir húsfreyja í Ráðagerði, f. 6. júlí 1909, d. 6. janúar 1994. Maður hennar Bjarni Júlíus Ólafsson.
4. Kristinn Júlíus Jóhannsson, f. 18. desember 1911, síðast í Reykjavík, d. 22. febrúar 1986.
5. Jóhann Jóhannsson, f. 1913, lést átta mánaða.
6. Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja á Ólafsfirði, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996. Maður hennar Magnús Guðmundsson.
7. Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður í Eyjum, f. 14. september 1915, d. 23. október 1996. Kona hans Petrea Guðmundsdóttir.
8. Sigurlína Ása Jóhannsdóttir, f. 14. október 1917, d. 26. febrúar 2008.
9. Guðmundur Gunnólfur Jóhannsson, f. 2. apríl 1920, d. 26. júní 1940.
10. Guðleif Jóhannsdóttir húsfreyja í Hull á Englandi, f. 7. nóvember 1922, d. 19. apríl 2006. Maður hennar Henry Albert Drake múrari.
11. Maggý Helga Jóhannsdóttir, síðast í Kópavogi, f. 26. apríl 1924 á Siglufirði, d. 29. mars 2003. Maður hennar Tómas Jónsson.
12. Gunnar Jóhannsson sjómaður á Siglufirði, f. 8. febrúar 1927 í Reykjavík, d. 23. apríl 2015. Kona hans Valey Jónasdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.