„Sigurbjörg Indriðadóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurbjörg Indriðadóttir''' frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja fæddist þar 11. júní 1876 og lést 19. febrúar 1951. <br> Foreldrar hennar voru Indriði Sturluson bóndi á Vattarnesi, f. 28. febrúar 1847, d. 24. október 1923, og kona hans Björg Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1848, d. 13. júní 1920. Bróðir Sigurbjargar var Sturla Indriðason á Hvassafelli, f. 19. september 1878 á Vattarnesi, d. 1. janúar 1945. Kona hans var [...) |
m (Verndaði „Sigurbjörg Indriðadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 19. febrúar 2022 kl. 14:29
Sigurbjörg Indriðadóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja fæddist þar 11. júní 1876 og lést 19. febrúar 1951.
Foreldrar hennar voru Indriði Sturluson bóndi á Vattarnesi, f. 28. febrúar 1847, d. 24. október 1923, og kona hans Björg Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1848, d. 13. júní 1920.
Bróðir Sigurbjargar var Sturla Indriðason á Hvassafelli, f. 19. september 1878 á Vattarnesi, d. 1. janúar 1945. Kona hans var Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum.
Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var vinnukona á Hafranesi, er þau Þorsteinn giftu sig 1899. Þau bjuggu á Vattarnesi, eignuðust sex börn og ólu upp fósturbarn.
Þau bjuggu á Vattarnesi til ársins 1930, en fluttu þá til Eyja, bjuggu á Staðarhóli við Kirkjuveg 57, bjuggu þar 1934, á Brekku við Faxastíg 4 1940, á Sæbóli við Strandveg 50 1941 til 1945.
Þau Þorsteinn munu hafa flutt til Reykjavíkur 1945, bjuggu á Sæfelli á Seltjarnarnesi hjá Jóhönnu dóttur sinni og Guðna.
Þorsteinn lést 1946.
Sigurbjörg lést 1951.
I. Maður Sigurbjargar, (22. september 1899), var Þorsteinn Hálfdanarson frá Hafranesi við Reyðarfjörð, útvegsbóndi á Vattarnesi þar, síðan útgerðarmaður og verkamaður í Eyjum, f. 3. desember 1877 á Hafranesi, d. 29. júlí 1946.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Hálfdanía Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1900 á Vattarnesi, d. 12. september 1963.
2. Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1902 á Vattarnesi, d. 16. ágúst 1974.
3. Hálfdan Þorsteinsson sjómaður, bóndi á Vattarnesi, verkamaður, f. 27. september 1904 á Vattarnesi. d. 22. júlí 1981.
4. Kristinn Indriði Þorsteinsson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. þar 28. október 1907, d. 13. febrúar 1979.
5. Þorkell Þorsteinsson, f. 8. mars 1912 á Vattarnesi, d. 20. júní 1926 á Akureyri.
6. Steingrímur Þorsteinsson, f. 29. júní 1916 á Vattarnesi, d. 15. febrúar 1931 í Eyjum.
Fóstursonur hjónanna
7. Þorsteinn Stefánsson bóndi, vélstjóri, f. 31. maí 1919 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, síðast á Hrafnistu í Reykjavík, d. 19. maí 2005.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.