Þorsteinn Hálfdanarson (Hafranesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Hálfdanarson.

Þorsteinn Hálfdanarson bóndi á Vattarnesi við Reyðarfjörð, síðar útgerðarmaður á Staðarhóli við Kirkjuveg 57 og verkamaður fæddist 3. desember 1877 á Hafranesi í Reyðarfirði og lést 29. júlí 1946.
Foreldrar hans voru Hálfdan Þorsteinsson bóndi í Hafranesi, f. 29. janúar 1841 í Víkurgerði þar, d. 10. ágúst 1900, og kona hans Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1850, d. 3. september 1927.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í Hafranesi í æsku, hóf snemma sjósókn og varð formaður á skipi föður síns.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1899, eignuðust sex börn og ólu upp eitt fósturbarn.
Þau voru vinnuhjú í Hafranesi í Reyðarfirði við giftingu, voru bændahjón á Vattarnesi 1901 og 1910, ráku eigin útgerð ára- og vélbáta og byggðu upp sjóhús. Einnig juku þau jarðabætur margfalt. Þorsteinn tók á móti blautfiski fyrir verslanir á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, sat um skeið í hreppsnefnd og sóknarnefnd.
Þau Sigurbjörg fluttu til Eyja 1930, bjuggu á Staðarhóli við Kirkjuveg 57, bjuggu þar 1934, á Brekku við Faxastíg 4 1940, á Sæbóli við Strandveg 50 1941 til 1945.
Þorsteinn var í útgerð með Guðna tengdasyni sínum. Hann vann verkamannastörf í Eyjum.
Þau Sigurbjörg fluttu til Reykjavíkur 1945, bjuggu á Sæfelli á Seltjarnarnesi hjá Jóhönnu dóttur sinni og Guðna.
Þorsteinn lést 1946, er hann var í heimsókn eystra, var jarðsettur frá Vattarnesi 10. ágúst 1946.
Sigurbjörg lést 1951, var jarðsett í Reykjavík.

I. Kona Þorsteins, (22. september 1899), var Sigurbjörg Indriðadóttir frá Vattarnesi, húsfreyja, f. 11. júní 1876, d. 19. febrúar 1951.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Hálfdanía Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1900 á Vattarnesi, d. 12. september 1963.
2. Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1902 á Vattarnesi, d. 16. ágúst 1974.
3. Hálfdan Þorsteinsson sjómaður, bóndi á Vattarnesi, verkamaður, f. 27. september 1904 á Vattarnesi. d. 22. júlí 1981.
4. Kristinn Indriði Þorsteinsson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. þar 28. október 1907, d. 13. febrúar 1979.
5. Þorkell Þorsteinsson, f. 8. mars 1912 á Vattarnesi, d. 20. júní 1926 á Akureyri.
6. Steingrímur Þorsteinsson, f. 29. júní 1916 á Vattarnesi, d. 15. febrúar 1931 í Eyjum.
Fóstursonur hjónanna
7. Þorsteinn Stefánsson, f. 31. maí 1919 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, síðast á Hrafnistu í Reykjavík, d. 19. maí 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.