Þorsteinn Stefánsson (Vattarnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Stefánsson.

Þorsteinn Stefánsson bóndi, vélstjóri fæddist 31. maí 1919 í Skálavík við Fáskrúðsfjörð og lést 19. maí 2005.
Foreldrar hans voru Stefán Pétursson útvegsbóndi, f. 14. maí 1885, d. 16. janúar 1925, og kona hans Ingigerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1888, d. 28. febrúar 1946.
Fósturforeldrar Þorsteins voru Sigurbjörg Indriðadóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 11. júní 1876, d. 19. febrúar 1951, og maður hennar Þorsteinn Hálfdanarson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. 3. desember 1877, d. 29. júlí 1946.

Börn Sigurbjargar og Þorsteins og fóstursystkini Þorsteins Stefánssonar:
1. Jóhanna Hálfdanía Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1900 á Vattarnesi, d. 12. september 1963.
2. Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1902 á Vattarnesi, d. 16. ágúst 1974.
3. Hálfdan Þorsteinsson sjómaður, bóndi á Vattarnesi, verkamaður, f. 27. september 1904 á Vattarnesi. d. 22. júlí 1981.
4. Kristinn Indriði Þorsteinsson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. þar 28. október 1907, d. 13. febrúar 1979.
5. Þorkell Þorsteinsson, f. 8. mars 1912 á Vattarnesi, d. 20. júní 1926 á Akureyri.
6. Steingrímur Þorsteinsson, f. 29. júní 1916 á Vattarnesi, d. 15. febrúar 1931 í Eyjum.

Þorsteinn var skamma stund með foreldrum sínum. Faðir hans lést, er Þorsteinn var á sjötta árinu. Hann fór þá í fóstur til Sigurbjargar og Þorsteins á Vattarnesi.
Hann flutti með þeim til Eyja 1930, bjó hjá þeim á Staðarhóli við Kirkjuveg 57, á Brekku við Faxastíg 4 og á Sæbóli við Strandveg 50 1941-1945.
Hann lærði vélstjórn í Eyjum og var sjómaður.
Þorsteinn flutti að Vattarnesi 1945, var sjómaður á opnum báti (trillu) þar næstu árin.
Þau Kristín hófu sambúð 1956, en hún var ekkja, fjögurra barna móðir. Þau fluttu á Seltjarnarnes 1962, giftu sig 1965. Þau bjuggu lengsta á Stóra-Ási, en síðar á Skólabraut 3.
Þorsteinn vann hjá Vélsmiðjunni Héðni.
Kristín lést 1994.
Þorsteinn dvaldi síðast á Hrafnistu við Kleppsveg. Hann lést 2005.

I. Kona Þorsteins, (1965), var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1913 í Reykjavík, d. 9. apríl 1994.
Þau voru barnlaus, en börn Kristínar frá fyrra hjónabandi með Sigbirni Guðjónssyni voru fjögur:
1. Margrét Sigbjörnsdóttir, f. 26. mars 1936, d. 25. desember 2017. Maður hennar Guðmundur Óli Ólafsson.
2. Bjarnveig Sigbjörnsdóttir, f. 21. apríl 1042, d. 19. mars 1990. Maður hennar Einar Brynjólfsson.
3. Magnús Jón Sigbjörnsson, f. 27. maí 1944. Kona hans Þóra Gréta Pálsdóttir.
4. Guðleif Sigbjörnsdóttir, f. 2. janúar 1947. Fyrri maður hennar Steinþór Þórormsson. Maður hennar Jón Már Smith.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.