Kristinn Indriði Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn Indriði Þorsteinsson.

Kristinn Indriði Þorsteinsson frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, sjómaður, sjávarútvegsmaður fæddist þar 28. október 1907 og lést 13. febrúar 1979.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Hálfdanarson bóndi á Hafranesi, síðar útgerðarmaður í Eyjum, verkamaður, f. 3. desember 1877, d. 29. júlí 1946, og kona hans Sigurbjörg Indriðadóttir frá Vattarnesi, húsfreyja, f. 11. júní 1876, d. 19. febrúar 1923.

Börn Sigurbjargar og Þorsteins:
1. Jóhanna Hálfdanía Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1900, d. 12. september 1963.
2. Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1902, d. 16. ágúst 1974.
3. Hálfdan Þorsteinsson sjómaður, bóndi á Vattarnesi, f. 27. september 1904 á Vattarnesi. d. 22. júlí 1981.
4. Kristinn Indriði Þorsteinsson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. þar 28. október 1907, d. 13. febrúar 1979.
5. Steingrímur Þorsteinsson, f. 29. júní 1916 á Vattarnesi, d. 15. febrúar 1931.
Fóstursonur hjónanna
6. Þorsteinn Stefánsson sjómaður, vélstjóri, f. 31. maí 1919 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 19. maí 2005.

Kristinn var með foreldrum sínum í æsku, á Vattarnesi 1901 og 1920. Hann flutti með þeim til Eyja 1930, bjó með þeim á Staðarhóli við Kirkjuveg 57 og Brekku við Faxastíg 4, stundaði sjómennsku. Hann var sjómaður á Kolmúla í Fáskrúðsfirði 1941 og 1942, á Vattarnesi 1943, sjómaður í Fremribæ á Vattarnesi 1944 og þar var Sigrún Daníelsdóttir ekkja með börn sín. Hún var áður gift Lúðvíki Sigurjónssyni, sem drukknaði í róðri frá Vattarnesi 1942.
Kristinn var útvegsbóndi, trillukarl, með Sigrúnu Daníelsdóttur ekkju á Vattarnesi 1945. Þau giftu sig, bjuggu þar 1946 og enn 1950, býlið nefnt Þrastarhóll á Vattarnesi, bjuggu þar enn 1953.
Þau Sigrún giftu sig 1946, eignuðust tvö börn, en Sigrún átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi.
Kristinn og Sigrún bjuggu síðast á Reyðarfirði. Hann lést 1979.
Sigrún bjó síðast á Hjallavegi 8 á Reyðarfirði. Hún lést 2001.

I. Kona Kristins Indriða, (19. október 1946), var Sigrún Daníelsdóttir frá Kolmúla, f. 16. desember 1911, d. 23. nóvember 2001. Foreldrar hennar voru Daníel Sigurðsson bóndi, f. 11. febrúar 1882, d. 13. mars 1960, og kona hans Guðný Jónsdóttir frá Kolmúla, húsfreyja, f. 17. apríl 1853, d. 31. júlí 1941.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Þórstína Kristinsdóttir á Ísafirði, f. 25. september 1948. Maður hennar Jón K. Þorláksson.
2. Lúvísa Hafdís Indriðadóttir á Egilsstöðum, f. 29. ágúst 1950. Maður hennar Sæmundur Ágústsson, látinn. Sambúðarmaður hennar Sigurður Þórarinsson.
Börn Sigrúnar og fyrri manns hennar Lúðvíks Sigurjónssonar, f. 31. maí 1905, d. 31. október 1942:
3. Vignir Daníel Lúðvíksson á Reyðarfirði, f. 1. janúar 1935. Kona hans Klara Kristinsdóttir.
4. Steinunn Erla Lúðvíksdóttir í Garðabæ, f. 23. mars 1938. Maður hennar Sigurður Gunnarsson.
5. Guðný Hulda Lúðvíksdóttir í Kópavogi, f. 24. september 1939. Maður hennar Bárður Sigurðsson, látinn.
6. Kristján Haukur Lúðvíksson á Reyðarfirði, f. 26. júlí 1941.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslendingaþættir Tímans – 13. tölublað 5. maí 1979 – Tímarit.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.