„Ása Torfadóttir (Áshól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Katrín Árnadóttir (Faxastíg)|Katrín Árnadóttir]], f. 3. júní 1940. Maður hennar Kjell Friberg.<br>
1. [[Katrín Árnadóttir (Faxastíg)|Katrín Árnadóttir]], f. 3. júní 1940. Maður hennar Kjell Friberg.<br>
2. [[Hermann Árnason (endurskoðandi)|Hermann Árnason]] viðskiptafræðingur, endurskoðandi, f. 4. september 1942, d. 17. janúar 2022. Kona hans Guðríður Friðfinnsdóttir.<br>
2. [[Hermann Árnason (endurskoðandi)|Hermann Árnason]] endurskoðandi, f. 4. september 1942, d. 17. janúar 2022. Kona hans Guðríður Friðfinnsdóttir.<br>
3. Torfi Árnason, f. 27. febrúar 1953 í Reykjavík. Kona hans Ingibjörg Pálsdóttir.
3. Torfi Árnason, f. 27. febrúar 1953 í Reykjavík. Kona hans Ingibjörg Pálsdóttir.
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2022 kl. 16:50

Ása Torfadóttir.

Ása Torfadóttir frá Áshól við Faxastíg 17, húsfreyja fæddist 1. október 1917 á Lækjarbakka í Mýrdal og lést 29. janúar 2009 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Torfi Einarsson í Áshól, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 17. janúar 1889 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1960, og kona hans Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1892 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 6. nóvember 1929 á Vífilsstöðum.

Börn Katrínar og Torfa:
1. Ása Torfadóttir húsfreyja, gjaldkeri, f. 1. október 1917, d. 29. janúar 2009.
2. Einar Torfason skipstjóri, tollvörður, f. 22. apríl 1923, d. 2. janúar 2015.
3. Björgvin Torfason starfsmaður Síldarútvegsnefndar, f. 7. ágúst 1925, d. 11. desember 1980.
4. Þórarinn Torfason stýrimaður, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996.

Ása var með móður sinni á Lækjarbakka í Mýrdal til 1918, fór þá með henni að Hvammi u. Eyjafjöllum og til Eyja 1920. Hún var þar með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Ása var 12 ára. Hún ólst síðan upp hjá föður sínum í Áshól og varð snemma stoð hans og stytta við heimilishald og umsjá bræðra sinna. Það varð því lítið úr skólagöngu, en Ása var einn vetur í Gagnfræðaskólanum og einn vetur í húsmæðraskóla.
Ása vann nokkuð verslunarstörf á unglingsárum.
Þau Árni stóðu að Þjóðhátíðarblaði Vestmannaeyja 1955-1960.
Þau giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn, bjuggu við Faxastíg 13.
Árni veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum frá 1947. Ása flutti til Reykjavíkur, varð starfsmaður á skrifstofu S.Í.B.S. 1956 og fljótlega gjaldkeri stofnunarinnar uns hún hætti störfum fyrir aldurs sakir.
Hún bjó í fyrstu í Laugarnesi, síðan við Miklubraut og að Hringbraut 48. Að lokum dvaldi hún á Grund.
Árni lést 1961 og Ása 2009.

ctr
Ása og Árni.

I. Maður Ásu, (31. desember 1939), var Árni Guðmundsson, (Árni úr Eyjum) frá Háeyri, kennari, skáld, f. 6. mars 1913, d. 11. mars 1961.
Börn þeirra:
1. Katrín Árnadóttir, f. 3. júní 1940. Maður hennar Kjell Friberg.
2. Hermann Árnason endurskoðandi, f. 4. september 1942, d. 17. janúar 2022. Kona hans Guðríður Friðfinnsdóttir.
3. Torfi Árnason, f. 27. febrúar 1953 í Reykjavík. Kona hans Ingibjörg Pálsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.