Einar Torfason (Áshól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Torfason.

Einar Torfason frá Áshól, sjómaður, skipstjóri, tollvörður, varðstjóri, forstöðumaður fæddist 22. apríl 1923 í Víðidal og lést 2. janúar 2015.
Foreldrar hans voru Torfi Einarsson í Áshól, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 17. janúar 1889 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1960, og kona hans Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1892 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 6. nóvember 1929 á Vífilsstöðum.

Börn Katrínar og Torfa:
1. Ása Torfadóttir húsfreyja, gjaldkeri, f. 1. október 1917, d. 29. janúar 2009.
2. Einar Torfason skipstjóri, tollvörður, f. 22. apríl 1923, d. 2. janúar 2015.
3. Björgvin Torfason starfsmaður Síldarútvegsnefndar, f. 7. ágúst 1925, d. 11. desember 1980.
4. Þórarinn Torfason stýrimaður, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er hann var sex ára og hafði hún þá verið sjúklingur á Vífilsstöðum um skeið. Hann ólst upp með föður sínum og systkinum.
Hann var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum og einn vetur í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, tók fiskimannapróf hið meira 1944.
Einar var sjómaður frá 1938, stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum 1944-1957.
Hann var tollvörður frá 1963, eftirlitsmaður og varðstjóri.
Einar veitti forstöðu skipstjóra- og stýrimannanámskeiðum í Eyjum og á Ísafirði á árunum 1944-1946.
Þau Kristín giftu sig, eignuðust ekki börn, en Kristín átti barn, sem Einar fóstraði. Þau bjuggu í Eskihlíð 8A í Reykjavík.
Einar lést 2015 og Kristín 2017.

I. Kona Einars, (23. apríl 1961), var Kristín Helgadóttir matreiðslukennari, myndlistarmaður, kaupmaður í blómabúðinni Holtablómið við Langholtsveg, f. 5. ágúst 1935, d. 10. febrúar 2017. Foreldrar hennar voru Helgi Jóhannsson Hafliðason bifvélavirki frá Búðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, f. 18. ágúst 1908, d. 30. janúar 1965, og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1905 í Smádalakoti í Flóa, d. 26. janúar 1997.
Barn Kristínar og fósturbarn Einars:
1. Erlingur Smári Jónsson rafeindavirki, f. 6. september 1955. Kona hans Sólveig Úlfarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 9. mars 2017. Minning Kristínar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.