Árni Guðmundsson (Háeyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Árni

Árni Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Árni úr Eyjum, var fæddur 6. mars 1913 og lést 11. mars 1961. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og Jónína Steinunn Sigurðardóttir.

Eiginkona Árna var Ása Torfadóttir.

Árni var kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyjum á árunum 1931 - 1947, bæjarfulltrúi árin 1943 - 1947 en lét af þeim störfum sökum heilsubrests. Einnig var hann forseti bæjarstjórnar um skeið.

Árni var skáld, samdi og gaf út fjölda rita. Hann samdi marga vinsæla og landsfræga texta við þjóðhátíðarlög Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. Einnig var hann mikill þátttakandi í félagsstarfi Vestmannaeyja, m.a. í íþróttafélögum, leikfélaginu og stjórnmálafélögum.

Myndir


Heimildir