Björgvin Torfason (Áshól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Björgvin Torfason frá Áshól við Faxastíg 17, fulltrúi Síldarútvegsnefndar í Reykjavík fæddist 7. ágúst 1925 og lést 11. desember 1980.
Foreldrar hans voru Torfi Einarsson í Áshól, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 17. janúar 1889 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1960, og kona hans Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1892 á Lækjarbakka í Mýrdal, d. 6. nóvember 1929 á Vífilsstöðum.

Börn Katrínar og Torfa:
1. Ása Torfadóttir húsfreyja, gjaldkeri, f. 1. október 1917, d. 29. janúar 2009.
2. Einar Torfason skipstjóri, tollvörður, f. 22. apríl 1923, d. 2. janúar 2015.
3. Björgvin Torfason starfsmaður Síldarútvegsnefndar, f. 7. ágúst 1925, d. 11. desember 1980.
4. Þórarinn Torfason stýrimaður, f. 30. september 1926, d. 10. október 1996.

Björgvin var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á fimmta árinu. Hann ólst síðan upp með föður sínum í Áshól.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1942, nam í Verslunarskóla Íslands.
Björgvin var starfsmaður og fulltrúi Síldarútvegsnefndar í Reykjavík.
Þau Dagbjört giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.

I. Kona Björgvins var Dagbjört Guðbrandsdóttir húsfreyja, bankafulltrúi, f. 15. mars 1927 í Eyjum, d. 6. september 1981.
Börn þeirra:
1. Kristín Björgvinsdóttir bókasafnsfræðingur, kennari, f. 5. október 1950 í Reykjavík. Maður hennar Kári Kaaber.
2. Katrín Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. febrúar 1959 í Kópavogi. Maður hennar Hákon Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.