„Ólafur Finnbogason (Vallartúni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ólafur Finnbogason (Vallartúni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:
Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, í Bræðraborg og Vallartúni.  
Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, í Bræðraborg og Vallartúni.  
Hann lauk prófi í fyrsta bekk í [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] 1937, lauk prófi í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1946, prófi í Samvinnuskólanum 1951,  var í Iðnskóla Keflavíkur 1954-1955 við trésmíðanám, lauk  prófi  í skipstjóraskóla í Farsund í Noregi 1961.<br>
Hann lauk prófi í fyrsta bekk í [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] 1937, lauk prófi í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1946, prófi í Samvinnuskólanum 1951,  var í Iðnskóla Keflavíkur 1954-1955 við trésmíðanám, lauk  prófi  í skipstjóraskóla í Farsund í Noregi 1961.<br>
Ólafur var stýrimaður á íslenskum og erlendum skipum 1946-49, var stýrimaður á norsku olíuskipi 1955-57, fór til Nýja-Sjálands og vann ýmis störf 1957-58. Hann var stýrimaður og skipstjóri á íslenskum flutningaskipum 1965-69, rak verslun í Reykjavík 1969-72. Síðan var hann stýrimaður og skipstjóri á íslenskum flutningaskipum, en síðustu árin sigldi hann á skipum Sementsverksmiðju ríkisins.<br>
Ólafur var stýrimaður á íslenskum og erlendum skipum 1946-49, var stýrimaður á norsku olíuskipi 1955-57, fór til Nýja-Sjálands og vann ýmis störf 1957-58. Hann var stýrimaður og skipstjóri á íslenskum flutningaskipum 1965-69, rak Skýlið í Friðarhöfn um skeið, verslun í Reykjavík 1969-72. Síðan var hann stýrimaður og skipstjóri á íslenskum flutningaskipum, en síðustu árin sigldi hann á skipum Sementsverksmiðju ríkisins.<br>
Árið 1987 var Ólafur heiðraður á sjómannadaginn, var  einnig sæmdur gullmerki Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands fyrir 50 ára sjómennsku.<br>
Árið 1987 var Ólafur heiðraður á sjómannadaginn, var  einnig sæmdur gullmerki Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands fyrir 50 ára sjómennsku.<br>
Þau Unnur giftu sig 1967, hófu búskap í Reykjavík, en fluttu til Akraness 1976. Þau eignuðust ekki börn saman, en Unnur átti sex börn frá fyrra hjónabandi og gekk Ólafur þeim í föðurstað. Þegar Ólafur hætti störfum 1995, eignuðust þau þjónustuíbúð fyrir aldraða á Kleppsvegi 62 og bjuggu þar síðast.<br>
Þau Unnur giftu sig 1967, hófu búskap í Reykjavík, en fluttu til Akraness 1976. Þau eignuðust ekki börn saman, en Unnur átti sex börn frá fyrra hjónabandi og gekk Ólafur þeim í föðurstað. Þegar Ólafur hætti störfum 1995, eignuðust þau þjónustuíbúð fyrir aldraða á Kleppsvegi 62 og bjuggu þar síðast.<br>

Útgáfa síðunnar 23. janúar 2022 kl. 11:51

Ólafur Tryggvi Finnbogason frá Vallartúni, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 9. ágúst 1922 í Bræðraborg við Njarðarstíg 3 og lést 14. febrúar 1999.
Foreldrar hans voru Finnbogi Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóri, f. þar 11. maí 1891, d. 3. apríl 1979, og kona hans Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1891 í Hliði á Álftanesi, d. 14. október 1964.

Börn Sesselju og Finnboga:
1. Rósa Jórunn Finnbogadóttir húsfreyja, f. 27. september 1914 í Norðurgarði, d. 28. október 1994. Maður hennar Ásgeir Bjarnason.
2. Kristinn Árni Finnbogason stýrimaður, f. 7. nóvember 1916 í Norðurgarði, d. 9. apríl 2006. Kona hans Reidun Finnbogason.
3. Unnur Fjóla Finnbogadóttir, f. 16. desember 1917 í Norðurgarði, d. 15. október 2001. Maður hennar Halldór Guðjón Kristinsson.
4. Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 í Bræðraborg, d. 1. maí 1959. Fyrrum maður hennar Gunnar Jónas Þórðarson. Síðari maður Karl Emil Sigurðsson.
5. Ólafur Tryggvi Finnbogason skipstjóri, f. 9. ágúst 1922 í Bræðraborg, d. 14. febrúar 1999. Kona hans Unnur Jónsdóttir.
6. Guðni Kristján Finnbogason, f. 6. desember 1924 í Bræðraborg, d. 13. janúar 1925.
7. Ásta Guðfinna Finnbogadóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1927 í Bræðraborg, d. 11. janúar 2020. Maður hennar Björgvin Guðmundur Þórðarson.
8. Finnboga Gréta Finbogadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. mars 1929 í Bræðraborg, d. 18. febrúar 2019. Maður hennar Trausti Eyjólfsson.
9. Drengur f. 21. júní 1932, andvana.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, í Bræðraborg og Vallartúni. Hann lauk prófi í fyrsta bekk í Gagnfræðaskólanum 1937, lauk prófi í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1946, prófi í Samvinnuskólanum 1951, var í Iðnskóla Keflavíkur 1954-1955 við trésmíðanám, lauk prófi í skipstjóraskóla í Farsund í Noregi 1961.
Ólafur var stýrimaður á íslenskum og erlendum skipum 1946-49, var stýrimaður á norsku olíuskipi 1955-57, fór til Nýja-Sjálands og vann ýmis störf 1957-58. Hann var stýrimaður og skipstjóri á íslenskum flutningaskipum 1965-69, rak Skýlið í Friðarhöfn um skeið, verslun í Reykjavík 1969-72. Síðan var hann stýrimaður og skipstjóri á íslenskum flutningaskipum, en síðustu árin sigldi hann á skipum Sementsverksmiðju ríkisins.
Árið 1987 var Ólafur heiðraður á sjómannadaginn, var einnig sæmdur gullmerki Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands fyrir 50 ára sjómennsku.
Þau Unnur giftu sig 1967, hófu búskap í Reykjavík, en fluttu til Akraness 1976. Þau eignuðust ekki börn saman, en Unnur átti sex börn frá fyrra hjónabandi og gekk Ólafur þeim í föðurstað. Þegar Ólafur hætti störfum 1995, eignuðust þau þjónustuíbúð fyrir aldraða á Kleppsvegi 62 og bjuggu þar síðast.
Ólafur lést 1999.
Unnur bjó á Kleppsveginum, en flutti á Hrafnistu 2006. Hún lést 2010.

I. Kona Ólafs Tryggva, (2. febrúar 1967), var Unnur Jónsdóttir húsfreyja, saumakona, verslunarmaður, fiskvinnslukona f. 24. maí 1922, d. 8. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Jón Meyvantsson sjómaður, verkamaður, f. 14. október 1877, d. 11. desember 1956, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1885, d. 30. maí 1947.
Börn Unnar og stjúpbörn Ólafs:
1. Gylfi Harðarson vélstjóri, f. 7. júní 1943, d. 2. janúar 2003. Fyrrum kona hans Birna Þórhallsdóttir.
2. Birgir Örn Harðarson bakari, f. 27. október 1947, d. 20. mars 2021. Kona hans Ingibjörg Björnsdóttir.
3. Kristinn Már Harðarson, f. 23. ágúst 1948, d. 10. mars 2014. Fyrrum kona hans Guðrún Atladóttir.
4. Anna Harðardóttir, f. 23. júní 1951. Maður hennar Kjartan Nielsen.
5. Guðrún Harðardóttir, f. 22. desember 1952. Maður hennar Matthías Þórðarson.
6. Matthías Harðarson, f. 14. apríl 1961. Kona hans Hrönn Theodórsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 24. febrúar 1999. Minning Ólafs, og 16. júlí 2010. Minning Unnar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.