„Emma Kristjánsdóttir (Stað)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Emma Kristjánsdóttir''' frá Stað við Helgafellsbraut 10, húsfreyja fæddist þar 22. apríl 1936.<br> Foreldrar hennar voru Kristján Egilsson frá Miðey í A-Landeyjum, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 27. október 1884, d. 17. desember 1949, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969. <center>My...) |
m (Verndaði „Emma Kristjánsdóttir (Stað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. janúar 2022 kl. 14:52
Emma Kristjánsdóttir frá Stað við Helgafellsbraut 10, húsfreyja fæddist þar 22. apríl 1936.
Foreldrar hennar voru Kristján Egilsson frá Miðey í A-Landeyjum, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 27. október 1884, d. 17. desember 1949, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.
Börn Sigurbjargar og Kristjáns:
1. Bernótus Kristjánsson skipstjóri hjá Eimskipum, f. 17. september 1925 á Stað, d. 29. septembver 2014.
2. Símon Kristjánsson útgerðarmaður, fiskverkandi, framkvæmdastjóri, f. 2. september 1926 á Stað, d. 6. október 1997.
3. Egill Kristjánsson smiður, f. 14. október 1927 á Stað, d. 21. ágúst 2015.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 25. ágúst 1929 á Stað, d. 3. janúar 2015.
5. Emma Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1936 á Stað.
Emma var með foreldrum sínum á Stað í æsku.
Þau Haukur giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Stað, á Suðurvegi 14 við Gosið 1973, en síðast á Áshamri 27.
Haukur lést 2021.
I. Maður Emmu, (31. desember 1954), var Haukur Jóhannsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. nóvember 1932, d. 18. febrúar 2021.
Börn þeirra:
1. Kristján Hauksson skipstjóri, f. 15. febrúar 1958. Kona hans Ída Night Ingadóttir.
2. Guðrún Hauksdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1963. Maður hennar Jón Gísli Ólason.
3. Jóhanna Hauksdóttir þroskaþjálfi, f. 20. september 1964.
4. Sigurður Óli Hauksson lögfræðingur, f. 22. apríl 1972. Kona hans Margrét Helgadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 2. mars 2021. Minning Hauks.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.