Símon Kristjánsson (Stað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Símon Kristjánsson.

Símon Kristjánsson frá Stað við Helgafellsbrautt 10, málari, verkstjóri, framkvæmdastjóri, útgerðarmaður, fiskverkandi, birgðavörður og afgreiðslumaður hjá Síldarútvegsnefnd fæddist 2. september 1926 á Stað og lést 6. október 1997 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Kristján Egilsson frá Miðey í A-Landeyjum, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 27. október 1884, d. 17. desember 1949, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.










ctr
Fjölskyldan á Stað. Efri röð frá v.:Símon, Bernótus, Egill. Fremri röð frá v.: Emma, Sigurbjörg, Kristján, Guðrún.

Börn Sigurbjargar og Kristjáns:
1. Bernótus Kristjánsson skipstjóri hjá Eimskipum, f. 17. september 1925 á Stað, d. 29. septembver 2014.
2. Símon Kristjánsson útgerðarmaður, fiskverkandi, framkvæmdastjóri, f. 2. september 1926 á Stað, d. 6. október 1997.
3. Egill Kristjánsson smiður, f. 14. október 1927 á Stað, d. 21. ágúst 2015.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 25. ágúst 1929 á Stað, d. 3. janúar 2015.
5. Emma Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1936 á Stað.

Símon var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði málaraiðn hjá Engilberti Gíslasyni málarameistara, listmálara 1946-1950, var Iðnskólanám í Reykjavík 1947, á Selfossi 1948 og í Eyjum 1949, fékk sveinsbréf 1950.
Hann hóf snemma störf við fiskvinnslu hjá útgerðarmanninum föður sínum. Meðan hann var í námi hjá Engilbert fór hann á Selfoss, þar sem þeir vinnufélagar máluðu, m.a. hina þá nýreistu Ölfusárbrú. Að námi loknu hóf hann störf hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum, sem þá var nýstofnuð. Þar var hann verkstjóri um nokkurra ára skeið.
Þeir Ólafur Pálsson stofnuðu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Óli og Símon upp úr 1960 og ráku það til Goss 1973.
Eftir Gosið varð Símon framkvæmdastjóri hjá Stakki hf., fyrirtæki, sem þurrkaði saltfisk. Það fyrirtæki var í eigu allra frystihúsanna í Vestmannaeyjum og reisti þurrkhús á Eiðinu eftir Gos. Símon stjórnaði því fyrirtæki uns hætt var að þurrka saltfisk til útflutnings. Þá tók hann að sér afgreiðslu fyrir Umbúðalagerinn og Síldarútvegsnefnd.
Síðustu ár sín vann hann hjá Ísfélaginu, annaðist m.a. allt viðhald fasteigna fyrirtækisins.
Þau Anna giftu sig 1952, eignuðust tvö kjörbörn. Þau bjuggu við Túngötu 23.
Símon lést 1997 og Anna 2003.

I. Kona Símonar, (8. nóvember 1952), var Anna Tómasdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1931, d. 5. maí 2003.
Börn þeirra, (kjörbörn):
1. Helga Ásta Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, f. 13. maí 1962. Maður hennar Halldór Guðbjörnsson.
2. Líney Símonardóttir, kjörbarn, lífeindafræðingur í Reykjavík, f. 1. maí 1966. Maður hennar Friðþjófur Árnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 18. október 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.