„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 6: Lína 6:
[[Mynd:Í tækjatíma.png|500px|thumb|center|Í tækjatíma.]]
[[Mynd:Í tækjatíma.png|500px|thumb|center|Í tækjatíma.]]
[[Mynd:Nemendur 2. bekkjar á Lóðsinum.png|500px|thumb|center|Nemendur 2. bekkjar á Lóðsinum. Skólastjórinn yzt til hægri.]]
[[Mynd:Nemendur 2. bekkjar á Lóðsinum.png|500px|thumb|center|Nemendur 2. bekkjar á Lóðsinum. Skólastjórinn yzt til hægri.]]
Einn nemandi í 2. bekk varð að hætta námi vegna veikinda og gengu 8 nemendur undir brottfararpróf, sem stendur yfir, þegar þetta er ritað. Siglingafræðifögum lauk 30. apríl s.l. voru prófdómendur Árni E. Valdimarsson Reykjavík og [[Friðrik Ásmundsson]] stýrimaður hér í bæ, Varamaður hans var [[Elías Angantýsson]] skipstjóri og lóðs.<br>
Einn nemandi í 2. bekk varð að hætta námi vegna veikinda og gengu 8 nemendur undir brottfararpróf, sem stendur yfir, þegar þetta er ritað. Siglingafræðifögum lauk 30. apríl s.l. voru prófdómendur Árni E. Valdimarsson Reykjavík og [[Friðrik Ásmundsson]] stýrimaður hér í bæ, Varamaður hans var [[Angantýr Elíasson]] skipstjóri og lóðs.<br>
[[Mynd:O sole mio.png|300px|thumb|...O sole mio...]]
[[Mynd:O sole mio.png|300px|thumb|...O sole mio...]]
Hæstu einkunnir í siglingafræði hlutu (48 stig möguleg):<br>
Hæstu einkunnir í siglingafræði hlutu (48 stig möguleg):<br>

Núverandi breyting frá og með 20. október 2021 kl. 20:05

Frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum


Í skólanum stunduðu 19 nemendur nám s.l. vetur, 10 í 1. bekk og 9 í 2. bekk.
Nokkrar breytingar urðu á kennaraliði skólans. Sr. Þorsteinn Lúther Jónsson kenndi ísIenzku í báðum bekkjum og dönsku í 2. bekk. Friðrik Erlendur Ólafsson forstjóri kenndi vélfræði, Örn Bjarnason læknir kenndi heilsufræði, Kjartan Másson íþróttir.
Að öðru leyti er kennaralið hið sama og fyrra ár. Aðalkennari 1. bekkjar var Steingrímur Arnar stýrimaður og formaður Verðandi. Brottfararprófi 1. bekkjar lauk 31. janúar, og hlaut Hilmir Arinbjörnsson Vesturhúsum hæstu einkunn, 1. ágætiseinkunn 7,42, en hæst er gefið 8. Meðaleinkunn bekkjarins var 6,40.

Í tækjatíma.
Nemendur 2. bekkjar á Lóðsinum. Skólastjórinn yzt til hægri.

Einn nemandi í 2. bekk varð að hætta námi vegna veikinda og gengu 8 nemendur undir brottfararpróf, sem stendur yfir, þegar þetta er ritað. Siglingafræðifögum lauk 30. apríl s.l. voru prófdómendur Árni E. Valdimarsson Reykjavík og Friðrik Ásmundsson stýrimaður hér í bæ, Varamaður hans var Angantýr Elíasson skipstjóri og lóðs.

...O sole mio...

Hæstu einkunnir í siglingafræði hlutu (48 stig möguleg):
Guðmundur Sveinbjörnsson 46 2/3 stig
Bjarni Jóhannesson 46 stig
Helgi Kristinsson 44 2/3 stig.
Allir nemendur stóðust siglingafræðiprófin, og munu því að öllu óbreyttu útskrifast eftirlaldir 8 nemendur:
Bárður Árni Steingrímsson, Vestmannaeyjum
Bjarni Jóhannesson, Akranesi
Guðmundur Sveinbjörnsson, Vestmannaeyjum
Helgi Kristinsson, Vestmannaeyjum
Matthías Einar Angantýsson, Vestmannaeyjum
Matthías Óskarsson, Vestmannaeyjum
Unnar Björgólfsson, Eskifirði
Valdimar Sævar Halldórsson, Vestmannaeyjum
Skólanum berast alltaf góðar gjafir frá sjómönnum, og við setningu skólans s.l. haust gaf útgerð Sæfaxa, Jón Benónýsson, Lárus Eiríksson og Halldór Jónsson gamla fisksjá og botnstykki. Þá gaf Emil Andersen sextant. Árni Þórarinsson, fyrrum skipstjóri og hafnsögumaður hér, hefur gefið skólanum alþjóðamerkjabók, sem var í eigu Hannesar lóðs, hinn bezta grip og sögulegan. Kristján Sigurjónsson hefur gefið skólanum rakettubyssu. Hjónin Óskar Matthíasson og Þóra Sigurjónsdóttir sendu skólanum segulbandstæki af nýjustu gerð. Deeca-fyrirtækið gaf skólanum kvikmynd um Transar-radarinn, nýja. Allar þessar gjafir og hlýjan hug þakkar skólinn.
Á þessu ári er áformað að fá í skólann Loran af nýjustu gerð. Þá er ætlunin að koma upp heimavist á Breiðabliki.
Þess má geta, að nemendur fóru ásamt skólastjóra og einum kennara út með Lóðsinum til æfinga. Var farið vestur fyrir Eyjar, gerðar mælingar með sextanti og æfðu nemendur sig á siglingatæki Lóðsins. Er forráðamönnum og áhöfn Lóðsins þökkuð góð fyrirgreiðsla.

Ísleifur IV VE 463 landaði afla á land fyrir 14 milljónir króna árið 1965
Leó VE 400. Afla hæsti bátur á vetrarvertíð 1966. Önnur vertíð í röð.