Emil M. Andersen
Jump to navigation
Jump to search
Emil Marteinn Andersen fæddist 31. júlí 1917 og lést 17. mars 1995. Forelrar hans voru Pétur Andersen og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Eiginkona Emils var Þórdís Jóelsdóttir og börn þeirra voru Guðbjörg Októvía Andersen f. 1943, Jóhanna Emilía Andersen f. 1944, Júlía Petra Andersen f. 1949, Jóel Þór Andersen f. 1950 og Mardís Malla Andersen f. 1959.
Þau bjuggu að Heiðarvegi 13.
Emil var formaður með mótorbátinn Metu.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Emil:
- Malla geta garpsins á
- góða seta hvetur,
- þegar fetar þungan sjá
- þjónað Metu getur.
Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:
- Annar Andersen kannar
- Emil fiskanna hylinn.
- Öldu í kófi köldu,
- kunnur á Júlíu unna.
- Lagar fær lén óragur,
- ljóðurinn skarpi þjóðar.
- Sólbakka fyrða frakka
- formenn ég segja þori.
Myndir
Heimildir
- Agnes Valdimarsdóttir. Andersen ættin - ættfræðisíða [1]
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
]]