„Ragna Haraldsdóttir (Reyni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Ragna Haraldsdóttir.jpg|thumb|100px|''Ragna Haraldsdóttir.]]
[[Mynd:Ragna Haraldsdóttir.jpg|thumb|100px|''Ragna Haraldsdóttir.]]
'''Ragna Haraldsdóttir''' húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði fæddist 24. septembner 1905 í Reykjavík og lést 11. maí 1966.<br>
'''Ragna Haraldsdóttir''' húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði fæddist 24. september 1905 í Reykjavík og lést 11. maí 1966.<br>
Foreldrar hennar voru [[Haraldur Sigurðsson (Sandi)|Haraldur Sigurðsson]] frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876  að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans [[Kristín Ingvarsdóttir (Götu)|Kristín Ingvarsdóttir]] frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f.  þar 27. júlí 1881, d. 22. ágúst 1952.  
Foreldrar hennar voru [[Haraldur Sigurðsson (Sandi)|Haraldur Sigurðsson]] frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876  að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans [[Kristín Ingvarsdóttir (Götu)|Kristín Ingvarsdóttir]] frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f.  þar 27. júlí 1881, d. 22. ágúst 1952.  



Núverandi breyting frá og með 2. desember 2019 kl. 17:20

Ragna Haraldsdóttir.

Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði fæddist 24. september 1905 í Reykjavík og lést 11. maí 1966.
Foreldrar hennar voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f. þar 27. júlí 1881, d. 22. ágúst 1952.

Börn Kristínar og Haraldar:
1. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
2. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
3. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
4. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
5. Sigurður Ó. Haraldsson sjómaður, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
6. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.

Börn Haraldar og Guðnýjar Kristjönu Einarsdóttur:
7. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
8. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
9. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
10. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Barn Haraldar og Ástríðar Hróbjartsdóttur:
11. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 14. júlí 1991. Maður hennar Sigurbjörn Þorkelsson.

Börn Kristínar og fyrri manns hennar Jóns Antonssonar:
1. Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1999. Hún var skráð vinnukona hjá móður sinni og Haraldi í Götu 1916, leigjandi, daglaunakona á Nönnugötu 5 í Reykjavík 1920. Vinnuveitandi Mr. Curry.
2. Ingvar Þorgils Jónsson Antonsson gullsmiður, fór til Vesturheims, f. 15. júlí 1903, d. 3. janúar 2004.

Ragna var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík 1905, í Suðurkoti, (Brunnastaðaskóla) á Vatnsleysuströnd 1910, á Eiðinu 1912 og í Götu 1913-1916.
Við skilnað foreldra sinna fór hún vistum, var vinnukona hjá Hjörtrósu og Tómasi Guðjónssyni á Miðhúsum 1919 og í nokkur ár.
Þau Jóhann Gunnar giftu sig 1929, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á sjöunda ári sínu.
Þau bjuggu á Reyni, Bárustíg 5 1930 og meðan þau bjuggu í Eyjum.
Ragna fluttist úr Eyjum 1940, er Jóhann Gunnar varð fulltrúi sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þá lá leiðin til Ísafjarðar 1943, er Jóhann Gunnar varð sýslumaður Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði. Þar bjuggu þau að Hrannargötu 4.
Ragna lést 1966. Jóhann Gunnar lauk störfum á Ísafirði 1. október 1968. Hann lést 1979 í Reykjavík.

I. Maður Rögnu, (2. mars 1929), var Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri, sýslumaður, bæjarfógeti, f. 19. nóvember 1902 í Vík í Mýrdal, d. 1. september 1979.
Börn þeirra:
1. Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri, bæjarverkfræðingur, f. 22. mars 1930, d. 7. ágúst 2012. Kona hans Ágústa Guðmundsdóttir.
2. Gunnar Örn Gunnarsson tæknifræðingur á Ísafirði, síðast í Grindavík, f. 23. apríl 1932, d. 20. maí 2001. Kona Ásta Guðbrandsdóttir.
3. Hilmar Gunnarsson símvirki, loftskeytamaður, f. 5. mars 1935. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
4. Reynir Gunnarsson, f. 12. febrúar 1938, drukknaði 8. júní 1944.
5. Kristinn Reynir Gunnarsson lyfjafræðingur, lyfsali á Siglufirði, f. 8. júní 1944. Kona hans Ólöf Baldvinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. september 1979. Minning Jóhanns Gunnars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.