Ágústa Guðmundsdóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja fæddist 3. september 1938 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Egilsson loftskeytamaður, f. 25. október 1908 í Hafnarfirði, d. 31. október 1987, og kona hans Ásta Einarsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1917, d. 30. júlí 2007.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku, en þau skildu.
Þau Ólafur giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 49.
Ólafur lést 2012.

I. Maður Ágústu, (14. nóvember 1959), var Ólafur Gunnarsson byggingaverkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 22. mars 1930, d. 7. ágúst 2012.
Börn þeirra:
1. Ásta Ólafsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 16. janúar 1960 í Reykjavík. Fyrrum sambúðarmaður Þorsteinn Þorsteinsson bifreiðasmiður.
2. Ragna Ólafsdóttir, f. 6. mars 1964 í Eyjum, d. 31. október 1982.
3. Sigríður Ólafsdóttir, f. 20. maí 1975 í Reykjavík. Maður hennar Guðni Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.