Trausti Haraldsson (Götu)
Guðmundur Trausti Haraldsson frá Götu, múrari í Reykjavík fæddist 15. október 1909 í Suðurkoti (Brunnastaðaskóla) á Vatnsleysuströnd og lést 29. mars 1960.
Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f. þar 27. júlí 1881, d. 22. ágúst 1952.
Börn Kristínar og Haraldar:
1. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
2. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
3. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
4. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
5. Sigurður Ó. Haraldsson sjómaður, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
6. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.
Börn Haraldar og Guðnýjar Kristjönu Einarsdóttur:
7. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
8. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
9. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
10. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.
Barn Haraldar og Ástríðar Hróbjartsdóttur:
11. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 14. júlí 1991. Maður hennar Sigurbjörn Þorkelsson.
Börn Kristínar og fyrri manns hennar Jóns Antonssonar:
11. Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1999. Hún var skráð vinnukona hjá móður sinni og Haraldi í Götu 1916, leigjandi, daglaunakona á Nönnugötu 5 í Reykjavík 1920. Vinnuveitandi Mr. Curry.
12. Ingvar Þorgils Jónsson Antonsson gullsmiður, fór til Vesturheims, f. 15. júlí 1903, d. 3. janúar 2004.
Trausti var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, með þeim í Suðurkoti (Brunnastaðaskóla) á Vatnsleysuströnd 1910, fluttist með þeim til Eyja 1912 og bjó þá með þeim á Eiðinu, í Götu 1913-1916.
Foreldrar hans skildu og móðir hans flutti til Reykjavíkur 1917. Trausti fór í fóstur að Vatnsdal í Fljótshlíð.
Hann var múraranemi hjá móður sinni á Lindargötu 14 í Reykjavík 1930, tók sveinspróf 1933. Meistari hans var Bergsteinn Jóhannesson.
Trausti vann við iðnina, var í prófnefnd 1957-1959.
Þau Margrét eignuðust eitt barn.
Guðmundur Trausti lést 1960 og Margrét 1963.
I. Kona Guðmundar Trausta var Margrét Guðnadóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1906 í Keflavík, d. 25. september 1963 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðni Jónsson verkamaður og sjómaður í Keflavík, f. 20. nóvember 1867 í V-Landeyjum, d. 16. mars 1937 í Keflavík, og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1873 í Engihlíðarhreppi í A-Hún., d. 1. apríl 1961 í Kópavogi.
Barn þeirra:
1. Trausti Grétar Traustason húsasmiður á Selfossi, f. 18. ágúst 1945 í Reykjavík. Kona hans, (skildu), var Hrefna Viktorsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.