Kristín Ingvarsdóttir (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Ingvarsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, bústýra fæddist þar 27. júlí 1881 og lést 22. ágúst 1952.
Foreldrar hennar voru Ingvar Ingvarsson frá Eystri-Hóli í V-Landeyjum, bóndi, f. 23. nóvember 1857, d. 25. júní 1917, og kona hans Kristín Stefánsdóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, f. 2. júlí 1853, d. 1. mars 1938.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún giftist Jóni Antonssyni og bjó með honum við Hverfisgötu í Reykjavík 1901 og með þeim var barn þeirra Kristín eins árs.
Þau Haraldur Sigurðsson bjuggu í Reykjavík og eignuðust þar tvö börn.
Þau fluttu að Suðurkoti (Brunnastaðaskólahúsinu) á Vatnsleysuströnd 1905 og bjuggu þar 1910, eignuðust þar eitt barn og misstu eitt barn 1909.
Þau Haraldur fluttu til Eyja, bjuggu á Eiðinu 1912 með Rögnu, Kalman Steinberg, Sigurð og Guðmund Trausta sín börn og Kristínu dóttur Kristínar.
Þau bjuggu í Götu 1913 með sama hóp og að auki með Fjólu, sama 1914 og 1916.
Þau Haraldur skildu að skiptum 1917 og Kristín fluttist til Reykjavíkur með Kristínu og Fjólu, og þrír drengir fóru í Fljótshlíð, Kalman Steinberg fór að Ormskoti, Sigurður Ólafsson að Teigi, Guðmundur Trausti að Vatnsdal.
Kristín bjó í íbúð hjá Guðvaldi Jónssyni brunaverði, f. 21. júní 1889 á Laugavegi 75 1920. Hún bjó á Lindargötu 14 1930 með Guðmundi Trausta, Kalmani Steinbergi og Fjólu Guðbjörgu. Hún bjó síðast á Ránargötu 6a og lést 1952.

Kristín átti tvo menn.
I. Fyrri maður hennar (gift 1901), var Jón Antonsson frá Vindheimum í Reykjavík, verkstjóri, skipstjóri, síðar í Vesturheimi, f. 28. ágúst 1879, d. 19. ágúst 1977. Foreldrar hans voru Anton Magnús Magnússon sjómaður, f. 1839, d. 28. ágúst 1892, og kona hans Friðsemd Ingibjörg Aradóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1838.
Börn þeirra:
1. Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 24. ágúst 1901 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1999. Hún var skráð vinnukona hjá móður sinni og Haraldi í Götu 1916, leigjandi, daglaunakona á Nönnugötu 5 í Reykjavík 1920. Vinnuveitandi Mr. Curry.
2. Ingvar Þorgils Jónsson Antonsson gullsmiður, fór til Vesturheims, f. 15. júlí 1903, d. 3. janúar 2004.

II. Maður Kristínar var Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, verslunarmaður, trésmiður, sjómaður, kaupmaður á Sandi, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943.
Börn þeirra:
3. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
4. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
5. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
6. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
7. Sigurður Ólafsson Haraldsson sjómaður, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
8. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.