„Elsa Dóróthea Skúladóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Elsa Dóróthea Skúladóttir''' frá Norður-Fossi í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 27. júní 1904 og drukknaði 26. júlí 1928.<br> Foreldrar hennar voru Skúli Unason bón...)
 
m (Verndaði „Elsa Dóróthea Skúladóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. október 2019 kl. 20:03

Elsa Dóróthea Skúladóttir frá Norður-Fossi í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 27. júní 1904 og drukknaði 26. júlí 1928.
Foreldrar hennar voru Skúli Unason bóndi, f. 11. febrúar 1960 í Hryggjum í Mýrdal, drukknaði í útróðri við uppskipun í Vík þar 26. maí 1910, og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir frá Berjanesi u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 15. nóvember 1867, d. 31. mars 1917 á Fossi.

Föðursystkini Elsu í Eyjum voru:
1. Ingveldur Unadóttir húsfreyja á Sandfelli, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940.
2. Sigurður Unason vinnumaður á Sveinsstöðum 1901, sjómaður, f. 8. janúar 1876, fórst með skipinu Oak 1903.
3. Katrín Unadóttir sjókona, húsfreyja, verkakona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.
Föðurfaðir Elsu var
4. Uni Runólfsson. Hann dvaldi hjá Ingveldi dóttur sinni á Sandfelli í Eyjum frá 1901 til dánardægurs 1913.

Móðurfaðir Elsu Dórótheu var:
Ólafur Magnússon bóndi í Berjanesi, síðar smiður, úttvegsmaður og bátsformaður í London.
Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Elsa Dóróthea Árnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1832, d. 21. september 1877.
Börn þeirra hér:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dagbjört Ólafsdóttir, f. 7. október 1859, d. 19. janúar 1878.
4. Dóróthea Ólafsdóttir kaupkona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
5. Magnús Ólafsson, f. 16. ágúst 1866, d. 19. janúar 1878.
6. Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja á Fossi í Mýrdal, f. 15. nóvember 1867 í Berjanesi, d. 31. mars 1917 á Fossi.
7. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
8. Halla Ólafsdóttir, f. 20. september 1870, d. 23. nóvember 1871.
9. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
10. Halla Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 10. júlí 1873.
11. Oddný Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 8. október 1873.

II. Síðari kona Ólafs, (19. október 1878), var Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1839, d. 25. apríl 1930.
Barn þeirra var:
12. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956, kona Lárusar Halldórssonar.
Fósturbarn þeirra var
13. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.

Elsa var með foreldrum sínum til 1910, en þá drukknaði faðir hennar. Hún var með húsfreyjunni móður sinni áfram á Fossi til 1917, en þá lést Þorbörg móðir hennar.
Hún var tökubarn og síðan vinnukona í Skammadal í Mýrdal 1917-1924 hjá Sigurði Sigurðssyni og Guðbjörgu Lafransdóttur.
Hún fluttist til Eyja 1924, var vetrarstúlka á Sandi á því ári, var vinnukona á Lundi við giftingu.
Þau Guðjón giftu sig 1927, bjuggu á Geithálsi í lok árs.
Elsa Dóróthea drukknaði á ferð upp í Sand (Eyjafjallasand) 1928.

I. Maður Elsu Dórótheu, (29. september 1927), var Guðjón Guðlaugsson sjómaður, vélstjóri, smiður, bóndi í Gvendarhúsi, f. 3. september 1901 í Mundakoti á Eyrarbakka, d. 18. janúar 1958.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.