Hallvarður Ólafsson (London)
Hallvarður Ólafsson frá London, sjómaður fæddist 27. mars 1872 og lést 29. maí 1914.
Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar í London, f. 18. júlí 1828, d. 21. mars 1904, og fyrri kona hans Elsa Dóróthea Árnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1832, d. 21. september 1877.
Hallvarður var með foreldrum sínum í Berjanesi í æsku. Móðir hans lést 1877 og faðir hans fór með nokkur börn sín til Eyja 1878. Þar kvæntist hann Unu Guðmundsdóttur í London, en hún var þá nýlega orðin ekkja eftir Guðmund Erlendsson.
Hallvarður var með foreldrum sínum í London í æsku, var þar enn 1894, var lausamaður þar 1901, var í Hlíð við fæðingu Ólafs 1904, í London 1907 og 1909, er hann fluttist til Vesturheims, en Sigríður fór Vestur með börnin frá London 1911. Þau bjuggu á Graham Island í Bresku-Columbíu.
Hallvarður lést 1914.
Kona Hallvarðs, (1903), var Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 17. apríl 1875, d. 30. desember 1973.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Ólafur Hallvarðsson, f. 13. febrúar 1904 í Hlíð, d. 8. mars 1993. Hann bjó í Prince Robert, kvæntur norskri konu.
2. Þórhildur Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur, 4. febrúar 1907 í London, d. í júní 1930. Hún var ógift og barnlaus.
3. Svanhvít Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1908 í London, d. 26. október 2000. Hún var gift áströlskum manni og bjó nálægt Vancouver
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Ættir Síðupresta. Björn Magnússon. Norðri 1960.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.