Ólafur Ólafsson (London)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Ólafsson vinnumaður í London fæddist 15. mars 1869 og lést 22. febrúar 1899.
Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon bóndi í Berjanesi, síðar í London, f. 18. júlí 1828, d. 21. mars 1904, og fyrri kona hans Elsa Dóróthea Árnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1832, d. 21. september 1877.

Systkini Ólafs voru:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dagbjört Ólafsdóttir, f. 7. október 1860, d. 19. janúar 1878.
4. Dóróthea Ólafsdóttir kaupakona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
5. Magnús Ólafsson, f. 16. ágúst 1866, d. 19. janúar 1878.
6. Halla Ólafsdóttir, f. 20. september 1870, d. 23. nóvember 1871.
7. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
8. Halla Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 10. júlí 1873.
10. Oddný Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 8. október 1873.
Hálfsystir Ólafs, samfeðra, var
11. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956, kona Lárusar Halldórssonar.

Ólafur var með foreldrum sínum í Berjanesi u. Eyjafjöllum meðan móður hans naut við. Hún lést 1877.
Hann fluttist með föður sínum og systkinum að London 1878, ólst þar upp hjá föður sínum og Unu stjúpu sinni, var síðan vinnumaður þar til dd..
Hann lést 1899, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.