Una Guðmundsdóttir (London)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Una Guðmundsdóttir húsfreyja í London fæddist 19. apríl 1839 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð og lést 25. apríl 1930.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Helgason, þá bóndi í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, f. 23. febrúar 1798, d. 14. apríl 1884 og fyrri kona hans Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1799, d. 24. júlí 1843.

Una missti móður sína fjögurra ára gömul. Hún var tökubarn í Ormskoti 1845 og 1850, vinnukona í Árkvörn í Fljótshlíð 1860.
Hún fluttist frá Fljótshlíð að Gjábakka 1861 og var þar vinnukona. Guðmundur Erlendsson var þá vinnumaður þar. Hún var á Gjábakka 1862-1865 og fæddi Þorstein þar 1864.
Una varð bústýra hjá Guðmundi í Stakkagerði 1865 og þau voru þar með Þorstein eins árs.
Þau voru komin í London 1866, eignuðust Helga á árinu, en misstu hann tæplega mánaðargamlan.
Þau giftust árið 1867 og eignuðust Þórunni á því ári.
Þau bjuggu áfram í London, eignuðust þar þrjú börn í viðbót.
Guðmundur lést 1875.
Una giftist aftur og nú Ólafi Magnússyni í október 1878 og bjuggu þau í London.
Þau eignuðust Elsu Dórótheu 1879.

Una var tvígift.
I. Fyrri maður Unu, (25. október 1867), var Guðmundur Erlendsson í London, f. 27. júní 1839, d. 20. júní 1875.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 10. ágúst 1864, fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
2. Helgi Guðmundsson, f. 18. maí 1866, d. 10. júní 1866, „dó úr uppdráttarveiki barna“.
3. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 19. desember 1867, d. 26. febrúar 1924.
4. Þórdís Guðmundsdóttir bústýra, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn. Var á lífi 1948. Hún kostaði listnám Nínu Sæmundsson (Jónínu Sæmundsdóttur), en þær voru systkinabörn. Una og Sæmundur voru systkini.
6. Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1944.

II. Síðari maður Unu, (19. október 1878), var Ólafur Magnússon smiður, útvegsmaður og bátsformaður, f. 18. júlí 1828, d. 21. mars 1904.
Barn þeirra var
7. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956.
Una var stjúpmóðir barna Ólafs frá fyrra hjónabandi hans.
Þau voru:
8. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
9. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
10. Dóróthea Ólafsdóttir kaupakona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
11. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
12. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
Fósturbarn þeirra var
13. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.